Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir þegið boð um að opna Norðurá á fimmtudagsmorgun. Sölustjóri Norðurár segir það til fyrirmyndar og til þess gert að breyta til batnaðar ímyndarvanda sem laxveiði á Íslandi hefur glímt við eftir hrun í hagkerfi þjóðarinnar.
Greint er frá þessu á veiðivefnum Vötn og veiði. Þar er rætt við Einar Sigfússon, sölustjóra Norðurár, um þá staðreynd að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verði á meðal þeirra sem opna Norðurá á fimmtudagsmorgun.
Hann segir að laxveiðin hafi verið komin með ímynd bruðls og óhófs en því ættu Sigmundur Davíð og Bjarni að geta breytt með nærveru sinni.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |