Umræðan kom Sigmundi á óvart

Laxveiðisumarið hófst í morgun þegar veiðimenn tóku að kasta flugum sínum í Norðurá í Borgarfirði og Blöndu.

Fjölmargir fjölmiðlamenn höfðu safnast saman neðan við Laxfoss í Norðurá þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gengu niður að ánni rétt fyrir klukkan sjö, en bændur við ána og Einar Sigfússon sölustjóri hennar höfðu boðið ráðherrunum að taka fyrstu köstin og opna þannig laxveiðitímabilið formlega.

Þátttaka ráðherranna hefur vakið athygli og umræður og eftir að Sigmundur Davíð hafði tekið fyrstu köstin af bakkanum viðurkenndi hann í samtali við blaðamann að umræðurnar hefðu komið honum nokkuð á óvart.

„Að bændur hér skyldu bjóða okkur formlega að koma og opna veiðisumarið með því að taka nokkur köst, skyldi verða að stórmáli og duga til þess að vekja forvera minn af værum blundi, það kom mér satt best að segja á óvart,“ sagði hann.

Um klukkan hálf átta tók lax flugu Bjarna á Brotinu og landaði hann skömmu síðar nýgenginni 78 cm langri hrygnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert