Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, veiddi fyrsta laxinn í Elliðaánum á veiðitímabilinu sem hófust í dag. Árnar voru formlega opnaðar í morgun þegar Reykvíkingar ársins, þeir Gunnar og Kristján Jónassynir, eigendur verslunarinnar Kjötborgar, voru mættir til veiða.
„Hann var fallegur,“ sagði Dagur um laxinn, sem vó 4 pund. Laxinn veiddist á maðk á stað sem nefnist Teljarastrengur. „Ég get sagst hafa veitt stærsta lax sumarsins í hálftíma,“ segir Dagur, léttur í bragði, en annan lax sumarsins veiddi kona hans, Arna Dögg Einarsdóttir. Sá lax reyndist 9 pund.
Dagur segist ekki vera mikill laxveiðimaður en útilokar ekki að fara aftur að veiða í Elliðaánum í sumar. „Við skulum sjá til, en ég er ekki með það á dagskránni eins og er,“ segir Dagur.
Fínar aðstæður voru til laxveiða í Elliðaánum í morgun. „Við höfum fengið frábæra aðstoð frá Ásgeiri Heiðari og þaulkunnugu fólki. Okkur veitti ekki af, því laxinn er rólegur að ganga upp ánna í ár. Annars er æðislegt veður, og yndislegt að vera hér í dalnum,“ segir Dagur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |