Menn sáttir í Vatnsdal

Glæsileg 100 cm hrygna sem veiddist í Smiðshyl.
Glæsileg 100 cm hrygna sem veiddist í Smiðshyl. vatnsdalsa.is

Fram kom í spjalli við Pét­ur Pét­urs­son leigu­taka Vatns­dals­ár í Húna­vatns­sýslu að menn þar á bæ séu í heild­ina sátt­ir við veiðina í sum­ar. Hann sagði að búið væri að landa um 420 löx­um úr ánni í sum­ar sem væri nokkuð gott miðað við hve aðstæður til veiða hafa verið erfiðar. Áin hafi lengi fram eft­ir sumri verið mjög vatns­mik­il og loks­ins þegar það var dottið niður í eðli­lega stöðu þá gekk í „skítanorðan“ átt sem aft­ur hægði á veiðinni um nokkra daga skeið. Pét­ur sagðist ekki telja ólík­legt að hægt yrði að kreista ána upp í 800 laxa sem yrði að telj­ast þokka­lega gott.

Hann sagði að fal­leg­ir smá­lax­ar væru að ganga þessa dag­ana í eðli­legri stærð. Að auki kom fram hjá hon­um að tón­list­armaður­inn heimsþekkti, Eric Clapt­on, hafi verið við veiðar í ánni fyrr í sum­ar, ásamt fé­lög­um sín­um. Þeir hafi verið í fimm daga við veiðar og landað 67 löx­um og farið mjög sátt­ir úr daln­um. Hafi þeim tek­ist að landa mörg­um stór­um lúsug­um löx­um.

Til viðbót­ar við laxveiðina væri mikið af væn­um sil­ungi á laxa­svæðinu sem út­lend­ing­arn­ir gleymdu sér oft yfir á kostnað laxveiðinn­ar. Allt að 80 cm lang­ir sjó­birt­ing­ar hafi verið að veiðast og stærstu bleikj­urn­ar eru 67 cm. Í fyrra­dag veidd­ist stærsti lax­inn það sem af er þessu sumri á litla Black Sheep-flugu í Smiðshyl og reynd­ist það vera 100 cm löng hrygna.  

Pét­ur kvaðst ekki hafa ný­leg­ar frétt­ir af gangi mála á sil­unga­svæðinu en vissi þó að fyrr í sum­ar hefði veiði þar verið ágæt en svo hefði um hríð smám sam­an dregið úr henni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert