Úlfarsá (Korpa) skiptir um hendur

Frá Úlfarsá (Korpu).
Frá Úlfarsá (Korpu). hreggnasi.is

Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur mun félagið taka yfir sölu á veiðileyfum í Úlfarsá frá og með sumrinu 2017. Áin hefur einnig oft verið kölluð Korpa þar sem hún rennur að stórum hluti í landi Korpúlfstaða.

Ákvað veiðifélag árinnar í vetur að vera með lokað útboð og var tilboði Stangveiðifélagsins tekið og 5 ára leigusamningur gerður í framhaldi. Áin er jafnan fremur vatnslítil og viðkvæm og nær veiðisvæðið frá Hafravatni og niður að ósi og er um sjö kílómetra langt.  Meðalveiði í gegnum tíðna hefur verið um 200 laxar.  Leyft er að veiða þar á tvær stangir Úlfarsá og er leyft að veiða þar jöfnum höndum á maðk og flugu.  Stangveiðifélagið Hreggnasi hefur um árabil verið leigutaki árinnar.

Má segja að þarna hafi Stangveiðifélagið unnið hálfgerðan varnarsigur því nýverið missti það Leirvogsá sem félagið hafði haft á sínum snærum um áratugaskeið. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert