Annar dreki á land í Aðaldal

Örn með laxinn stóra við Höfðahyl fyrr í kvöld.
Örn með laxinn stóra við Höfðahyl fyrr í kvöld. FB/Laxá í Aðaldal – Nessvæðið

Stuttu eftir að fréttir bárust af því að 112 cm lax hefði komið á land af Breiðeyri í Laxá í Aðaldal hjá Laxárfélaginu, komu fréttir frá svokölluðu Nessvæði, að þar hafi öðrum laxi svipaðrar stærðar verið landað í kvöld.   

Veiðimaðurinn Örn Kjartansson veiddi 110 cm hæng í Höfðahyl á fluguna Radium númer 12 og var laxinn einnig mældur að ummáli 56 cm.  Reiknast mönnum í sveitinni því til að laxinn hafi  verið um 15 kíló að þyngd eða 30 pund.

Ekki kom fram hvort laxinn af Breiðeyri hafi verið mældur að ummáli.

Örn ásamt veiðifélaganum Davíð Mássyni.
Örn ásamt veiðifélaganum Davíð Mássyni. FB/Laxá í Aðaldal – Nessvæðið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert