Stuttu eftir að fréttir bárust af því að 112 cm lax hefði komið á land af Breiðeyri í Laxá í Aðaldal hjá Laxárfélaginu, komu fréttir frá svokölluðu Nessvæði, að þar hafi öðrum laxi svipaðrar stærðar verið landað í kvöld.
Veiðimaðurinn Örn Kjartansson veiddi 110 cm hæng í Höfðahyl á fluguna Radium númer 12 og var laxinn einnig mældur að ummáli 56 cm. Reiknast mönnum í sveitinni því til að laxinn hafi verið um 15 kíló að þyngd eða 30 pund.
Ekki kom fram hvort laxinn af Breiðeyri hafi verið mældur að ummáli.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |