„Þetta er gjörsamlega stjórnlaus iðnaður“

Eldiskvíar. Mynd úr safni.
Eldiskvíar. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn

„Þetta kemur mér ekki á óvart. Við settum í gang smá könnum í fyrrahaust um hvar hefði fundist regnbogasilungur í íslenskum ám og við fengum hátt í 100 tilkynningar, hringinn í kringum landið,“ segir Orri Vigfússon, formaður NASF (Verndarsjóður virkra laxastofna), í samtali við mbl.is.

Eins og sagt var frá fyrr í kvöld hefur komið í ljós gat við botn sil­ung­seldisk­ví­ar fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Sea Farm í Dýraf­irði. Kem­ur þar fram að með upp­götv­un­inni kunni að hafa fund­ist meg­in­skýr­ing­in á „mögu­legri slysaslepp­ingu regn­bogasil­ungs“ sem fjallað var um síðastliðið haust.

„Þetta er eins og minkurinn, þetta á ekki heima í íslenskri náttúru, hvorki kynbættur norskur lax eða regnbogasilungur. Þetta er úr náttúrunni á vesturströnd Bandaríkjanna og er sérstaklega vondur smitberi á sníkjudýrum og smithættu og sjúkdómum,“ bætir Orri við.

Í tilkynningu frá Arctic Sea Farm kemur fram að fram undan sé ítarleg greining á or­sök­um gats­ins í sam­starfi við Fiski­stofu og MAST. 

„Því miður virðist MAST ekki hafa nokkurt eftirlit eftir þessu. Við höfum gagnrýnt það mjög mikið. Þetta sýnir vinnubrögð þeirra. Við sendum kæru í fyrrahaust til atvinnumálaráðuneytisins og óskuðum eftir því að allar verklagsreglur hjá Mast væru endurskoðaðar. Það var svo í nóvember í kringum brúneggjamálið að endurskoðun var sett í gang,“ segir Orri og bætir við að það þurfi að herða eftirlitið.

„Ef það kemur eitthvað upp hjá þessum aðilum tekur marga mánuði að fá upplýsingar um það. Þetta er gjörsamlega stjórnlaus iðnaður og það þarf virkilega að herða tökin á öllu eftirliti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert