Set í Andakílsá meira en áður talið

Aurugt vatn í Andakílsá.
Aurugt vatn í Andakílsá. Ljósmynd/Guðrún Guðmundsdóttir

Nýtt mat sérfræðinga Orku náttúrunnar sýnir að um 15-18 þúsund tonn af seti hafi farið úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar niður í farveg árinnar.

Þetta er um 3-5 sinnum meira en sérfræðingar töldu, samkvæmt gögnum sem safnað var strax eftir að hleypt var úr inntakslóni virkjunarinnar.

Hið nýja mat grundvallast á samanburði á dýptarmælingum sem Veðurstofan lét gera árið 2004 og loftmyndum sem teknar voru eftir að lónið var tæmt. 

Uppfært kl. 8.53:

Í Morgunblaðinu í morgun kom fram að sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar hafi lagt upphaflegt og nýtt mat á umfang aurburðarins í Andakílsá.  Hið rétta er að það var starfsfólk verkfræðistofu sem kom að matinu en það var ON til ráðgjafar í því verkefni að undirbúa hreinsun sets úr inntakslóninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert