Hefur veitt á sjötta hundrað minka með minkasíum

Reynir eftir árangursríka veiði með síurnar.
Reynir eftir árangursríka veiði með síurnar. Bændablaðið

Bændablaðið greinir frá því að Reynir Bergsveinsson minkaveiðimaður hafi veitt á sjötta hundrað minka víða um land með svokölluðum minkasíum á yfirstandandi tímabili.  

Alþekkt er að villiminkur getur verið mikill skaðvaldur í lax- og silungsveiðiám og vötnum auk þess sem hann er einnig skæður í varplöndum mófugla og einnig í æðarvarpi þar sem hann á í harðri samkeppni við refinn.

Reynir er einn fræknasti minkabani landsins og hefur þróað svokallaðar minkasíur, sem eru hans eigin uppfinning. Síunum kemur hann fyrir í vötnum og ám þar sem minkar venja komur sínar. Þegar minkurinn hefur fest sig í síunni kemst hann ekki á þurrt og drepst.

Hreinsun með minkasíum sem eru í umsjón Reynis virðist muni skila hátt á sjötta hundrað minka úr 16 sveitarfélögum á tímabilinu júlí 2016 til júlí 2017. Í viðtali við Reyni kemur fram að hann er afkastamikill við iðju sína og fer víða um land í þeirri viðleitni að halda villimink í skefjum. Oft án þess að fá mikla umbun fyrir.

Hann segir að víða sé lítill skilningur á málinu og ekki ósjaldan að sveitarfélög ráði til sín minkaveiðimenn meira til málamynda fremur en að þeim sé ætlað að stunda veiðar.

Nánar má kynna sér þetta viðtali við Reyni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert