Bann við laxeldi í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldi HB Granda í Berufirði
Fiskeldi HB Granda í Berufirði Umhverfisstofnun

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun að stofnunin leggi til að ekki verði leyft eldi á frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi vegna mögulegra mikilla neikvæðra áhrifa á laxastofna í Djúpinu. Sérstakt áhættumat sem var unnið sýni þó fram á að ásættanlegt sé að leyfa allt að 71.000 tonna framleiðslu af frjóum eldislaxi hér við land.

Þá er jafnframt lagt til að eldi verði ekki aukið á Austfjörðum í Berufirði og lagst er gegn eldi í Stöðvarfirði vegna nálægðar við Breiðdalsá. 

Frumforsenda að náttúrulegir stofnar skaðist ekki

Þá kemur fram að unnið hafi verið áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Matið var unnið í samstarfi við erlenda sérfræðinga á sviði stofnerfðafræði. Áhættumatið verður sannreynt og uppfært reglulega með viðamikilli vöktun í laxveiðiánum. Getur það leitt til aukningar eða minnkunar á æskilegu leyfilegu magni á frjóum laxi í sjókvíaeldi.

Frumforsenda greiningarinnar er að náttúrulegir laxastofnar skaðist ekki. Sé tekið tillit til varúðarsjónarmiða er miðað við að eldislax verði ekki meira en 4% í ánum en erfðablöndun verði mun lægri. Notuð voru bestu fáanleg gögn bæði innan lands og utan. Búið var til dreifingarlíkan sem sýnir hvernig eldislax getur dreifst frá eldissvæðum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Fjöldi eldislaxa sem geta komið í ár er háður fjarlægð frá eldissvæði og umfangi eldisins.

Af veiðiám er Breiðdalsá í mestri hættu

Líkanið gerir almennt ráð fyrir litlum áhrifum á náttúrulega stofna fyrir utan nokkrar ár, en í niðurstöðum Hafrannsóknastofnunar kemur eftirfarandi fram:

Nokkur áhrif verða á Laugardalsá, Hvannadalsá og Langadalsá í Ísafjarðardjúpi en Breiðdalsá við Breiðdalsvík er sú á sem virðist í mestri hættu. Lagt er til að þessar veiðiár verði vaktaðar sérstaklega. Af þessum ástæðum er lagt til að ekki verði leyft eldi í Ísafjarðardjúpi vegna mögulegra mikilla neikvæðra áhrifa á laxastofna í Djúpinu. Af sömu ástæðum er lagt til að eldi verði ekki aukið í Berufirði og lagst gegn eldi í Stöðvarfirði vegna nálægðar við Breiðdalsá.

71.000 tonna eldi ásættanlegt
Niðurstöður matsins benda til að ásættanlegt sé að leyfa framleiðslu á allt að 71.000 tonnum af frjóum eldislaxi hér við land. Þar af 50.000 tonnum á Vestfjörðum og 21.000 tonnum á Austfjörðum. Um er að ræða um sjöfalda núverandi ársframleiðslu í íslensku laxeldi sem nú er 10.000 tonn.

Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Skotlandi eru eldissvæðin hins vegar í mjög mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verða blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum. Áhættumatslíkanið er fyrst og fremst hugsað sem gagnvirkt verkfæri til þess að meta mögulegt umfang erfðablöndunar á hlutlægan hátt.

Nánar má kynna sér þessa ítarlegu skýrslu hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert