Selá að detta í þúsund laxa

Frá Efri-Fossi í Selá.
Frá Efri-Fossi í Selá. Gísli Ásgeirsson

Að sögn Gísla Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Strengs, sem heldur utan um veiðileyfi í Selá og Hofsá í Vopnafirði, er veiði mjög góð í Selá þessa daganna og hún að nálgast 1.000 laxa í heildarveiði.

Veiðin nú væri heldur meiri en í meðalári og því virðist sem þriggja ára niðursveiflu í ánni sé nú lokið. Á hádegi í dag stóð heildarveiðin í 938 löxum en árið 2017 veiddust 937 allt sumarið og veiðin nú því þegar komin yfir heildarveiði síðasta sumars. Hafa síðustu daga verið að veiðast á milli 20 til 30 laxar á stangirnar átta. Veitt er fram í lok september í Selá.

Spurður um Hofsá sagði Gísli að veiðin þar væri heldur rólegri en hjá nágrannasystur hennar.  Þar væri heildarveiðin að nálgast 500 laxa sem þó væri talsvert betri en á sama tíma í fyrra þegar innan við 400 laxar voru komnir á land. Heildarveiðin í fyrra endaði í 589 veiddum löxum og hafa síðustu fjögur veiðisumur verið erfið í Hofsá og heildarveiðin verið undir 1.000 löxum síðan sumarið 2013. 

Þá bárust fréttir af því frá Deildará á Sléttu að loks hefði langþráð gusa af smálaxi komið í ána og síðustu tvo daga hafa veiðst 22 nýgengnir smálaxar á þrjár stangir. Rúmlega 100 laxar eru komnir þar á land sem er talsvert minni veiði en á sama tíma í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert