Tímamótasamningur um veiðirétt í Grímsá var undirritaður í dag, milli Veiðifélagsins Hreggnasa og Veiðifélags Grímsár og Tunguár til næstu tíu ára.
Í fréttatilkynningu frá samningsaðilum segir meðal annars:
„Grímsá og Tunguá eru meðal mestu laxveiðiáa landsins, en samstarf þessara aðila nær allt til ársins 2004 þegar Hreggnasi tók við sölu veiðileyfa af landeigendum sjálfum. Um er að ræða eitt allra lengsta viðskiptasamband milli leigutaka og veiðifélags á Íslandi. Grímsá í Borgarfirði hefur langa samfellda sögu stangaveiða, en þær ná aftur til ársins 1862, þegar enskir veiðimenn fóru að venja þangað komur sínar. Meðalveiði sl. 20 ára eru um 1.300 laxar á ári, en við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins.
Á samningstímanum verður ráðist í verulegar endurbætur á veiðihúsinu Fossási og aðstaða gerð enn glæsilegri og aukið verður við fiskrækt með margvíslegum hætti.“
Sporðaköst greindu nýverið frá því að þessi samningur væri í burðarliðnum og í dag var hann undirritaður. Það er því ljóst að Hreggnasi heldur áfram sem leigutaki Grímsár.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |