Síðustu ár hefur þeim fjölgað verulega ánum þar sem háu hlutfalli af laxi er sleppt, eða jafnvel öllum. Vissulega eru enn margar ár þar sem hóflegur kvóti er við líði. Svo eru líka árnar þar sem hægt er að ná sér í nóg af laxi og sleppiskylda er lítil sem engin. Flestar af stóru ánum eru komnar í hátt hlutfall af slepptum löxum og óhætt er að segja að þar sem sleppihlutfallið er í kringum níutíu prósent og hærra, þar er alger sleppiskylda. Það gerist nefnilega alltaf af og til að laxi blæðir og jafvel þannig að hann á ekki afturkvæmt.
Í sumar var gott smálaxaár og þá er ekkert nema sjálfsagt að taka hóflega til matar. Hins vegar þegar lélegu árin koma er þörf á að hugsa um hag árinnar. Hér að neðan er linkur á frétt sem við birtum í vor þar sem spurt er hvort við séum að drepa of mikið af smálaxinum. Það átti greinilega við síðustu ár, en ekki í sumar. Þar erum við komin að hugtakinu að stofninn sé sjálfbær, það er hrygningarstofninn sem eftir verður í ánni þegar veiðimenn hafa pakkað saman. Ísland hefur verið í rauðum lit undanfarin ár og eftir því er tekið. Hér að neðan er listi yfir þrjátíu laxveiðiár og hversu hátt hlutfall veiddra laxa fær frelsi á ný.
Óþarfi er að útbúa sérstakan lista yfir sleppihlutfall á sjóbirtingi. Eldvatn, Tungufljót, Tungulækur og Húseyjarkvísl sem geyma mikið af birtingi eru allar með ýmist 99 eða 100 prósent sleppingar á birtingi. Við höfum áður fjallað um hversu góð ávöxtun hefur verið af slíkum sleppingum í þessum ám.
Vatnasvæði Veiddir laxar Sleppihlutfall
Straumar 183 16%
Gljúfurá í Borgarf. 191 16%
Miðá í Dölum 202 35%
Laugardalsá 124 35%
Brennan 228 36%
Leirvogsá 279 38%
Úlfarsá (Korpa) 259 45%
Haukadalsá 428 59%
Langá á Mýrum 1282 68%
Hítará 431 69%
Hrútafjarðará 470 76%
Norðurá 1703 79%
Þverá/Kjarará 2239 81%
Laxá í Kjós 911 83%
Sæmundará 257 84%
Svartá í Hún. 110 85%
Jökla 1163 90%
Víðidalsá 789 94%
Blanda 327 95%
Langadalsá 53 96%
Elliðaár 938 96%
Miðfjarðará eystri 305 96%
Miðfjarðará 2458 97%
Straumfjarðará 366 99%
Laxá í Aðaldal 778 99%
Hofsá 1089 99%
Selá 1349 99%
Húseyjarkvísl 208 100%
Sandá í Þist. 381 100%
Stóra–Laxá 821 100%
Hafralónsá 287 100%
Ef þú ert með mikið af laxi eða silungi í frystikistunni er um að gera að fara að létta á henni, áður en jólakræsingar þurfa sitt pláss. Hér er að neðan má finna tíu frábærar uppskriftir af matarvef mbl.is sem væri þjóðráð að nýta sér.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |