27.4.2021
Skráningu í Cyclothon-hjólakeppni Símans lýkur eftir viku en keppnin snýr aftur eftir árs fjarveru. Verður þetta í fyrsta sinn sem hjólakeppnin verður haldin undir merkjum Símans en flugfélagið WOW air var aðalstyrktaraðili hennar fram að gjaldþroti þess.
Meira
15.1.2021
Cyclothon hjólakeppnin snýr til baka í ár undir merkjum Símans cyclothons ef aðstæður leyfa í samfélaginu eftir árs hlé, en aflýsa þurfti henni í fyrra vegna faraldursins. Breytingar hafa verið gerðar fjölda keppenda í hverju liði og þó það virðist smávægileg breyting gæti það haft umtalsverð áhrif á bæði skipulag og þátttöku.
Meira
20.12.2019
Hjólreiðakeppnin sem undanfarin ár hefur gengið undir nafninu WOW cyclothon mun halda áfram á næsta ári undir nafninu Síminn cyclothon. Fer keppnin fram dagana 23. til 26. júní, en undanfarin ár hefur verið um stærstu hjólreiðakeppni ársins að ræða, þar sem um þúsund manns hafa tekið þátt í að hjóla hringinn í kringum landið.
Meira
20.11.2019
Hjólreiðakeppnin, sem áður var undir merkjum flugfélagsins WOW air, verður haldin með óbreyttu sniði 24. til 26. júní 2020. Nýr aðalstyrktaraðili verður kynntur í næstu viku.
Meira
29.6.2019
Öll liðin sem tóku þátt í WOW Cyclothon eru komin í mark og er keppninni formlega lokið. Allt gekk vel, engin slys urðu og söfnunin er enn í gangi fyrir sumarbúðirnar í Reykjadal, segir Stefanía Gunnarsdóttir hjá WOW Cyclothon.
Meira
28.6.2019
Terri Huebler, eina konan og ein þriggja einstaklingskeppenda í WOW Cyclothon, mun ekki ná að komast í mark innan tímafrests keppninnar. Þetta staðfestir Stefanía Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi WOW Cyclothon, í samtali við mbl.is.
Meira
28.6.2019
Lið Airport Direct er komið í mark fyrst liða í WOW Cyclothon. Lið World Class fylgdi þeim fast á eftir og kom í mark innan nokkurra mínútna.
Meira
27.6.2019
„Það er ekki flóknara en svo að strax þegar ég er kominn í Hvalfjörðinn fæ ég meiðsli í aftari hnébót og varð að slá af,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að hætta keppni í WOW Cyclothon skömmu eftir miðnætti í nótt.
Meira
27.6.2019
Betur viðrar nú á hjólaliðin í A- og B-flokki en fremstu lið nálgast nú Laugar í Reykjadal í „bullandi meðvindi“ að sögn liðsmanna Airport Direct. Hópur af kindum hægði á ferð Chris Bukard í morgun þar sem þær fóru heldur hægar yfir en hann á hjólinu.
Meira
26.6.2019
Allir keppendur WOW Cyclothon, sem telja hátt á sjötta hundrað, eru nú lagðir af stað hringinn í kringum landið, en tíu manna liðin lögðu af stað frá Egilshöll klukkan 19 í kvöld. Líkt og sjá má á ljósmyndum ljósmyndara mbl.is var mikill hugur í fólki og góð stemning við rásmarkið.
Meira
28.6.2019
„Þetta var rosalega jafnt og sterkt lið og við áttum mjög góða samvinnu með World Class. Þetta gekk eins og smurt allan hringinn,“ segir Jón Skaftason, einn liðsmanna hjólaliðs Airport Direct sem kom fyrst liða í mark í WOW Cyclothon á níunda tímanum í morgun.
Meira
27.6.2019
Chris Burkard nálgast nú Vík í Mýrdal og gangi allt að óskum verður hann kominn í mark í kringum miðnætti. Gangi það eftir setur hann nýtt einstaklingsmet í WOW Cyclothon.
„Hann er mjög fókuseraður ennþá og í góðum gír,“ segir Óskar Páll Sveinsson sem fylgir hjólreiðakappanum í keppninni.
Meira
27.6.2019
Lið World Class, Airport Direct og Advania, sem fara fremst í flokki í WOW Cyclothon, renndu framhjá Goðafossi klukkan 7:30 í morgun, en ræst var út í liðakeppni frá Egilshöll í gærkvöldi.
Meira
26.6.2019
„Hann var með nóg að drekka og nóg að borða með sér á hjólinu og var búinn að ákveða að reyna að hjóla eins lengi án þess að stoppa og hann gæti. Ég spurði hann áðan þegar við vorum komin á Egilsstaði, að gamni, hver væri nú lykillinn að því að ná að hjóla til Egilsstaða undir 24 tímum.“
Meira
26.6.2019
Hjólreiðalið í flokki A í WOW Cyclothon eru lögð af stað í hringferð um landið, en ræst var út frá Egilshöll klukkan 18. Níu lið eru skráð til keppni flokki A, en fjórir eru í hverju liði og skiptast á að hjóla kílómetrana 1.358.
Meira