YFIRMAÐUR Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að árásin á Írak hafi verið ólögleg. Kofi Annan er framkvæmda-stjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði á miðvikudag að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu brotið lög þegar þeir réðust inn í Írak.
Meira
Lögfræðingar bandaríska varnarmálaráðuneytisins komust að þeirri niðurstöðu á sjöunda áratugnum að það jafngilti broti á varnarsamningi Bandaríkjanna og Íslands að kalla orrustuþoturnar í Keflavík heim án samþykkis íslenskra stjórnvalda.
Meira
SKJÁVÖRPUM og tölvubúnaði var stolið í innbroti í verkmenntahús Fjölbrautaskóla Suðurlands aðfaranótt laugardags. Verðmæti ránsfengsins var ekki ljóst þegar blaðið fór í...
Meira
DOKTORSVÖRN fer fram í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands þriðjudaginn 21. september. Þá ver Ólafur Baldursson læknir doktorsritgerð sína, Starfsemi og gerð stjórneiningar í klóríðjónagöngum slímseigju.
Meira
Emilía Kofoed-Hansen Lyberopoulos, ræðismaður Íslands í Grikklandi, lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn sl. föstudag, 61 árs að aldri. Emilía var fædd 1.
Meira
Hinn djúpt þenkjandi og rokkaði síðpönkari Nick Cave er að senda frá sér nýjan geisladisk, Abattoir Blues, sem er tvöfaldur og svolítið sögulegur. Af því tilefni fór Dagur Gunnarsson til Brighton og náði tali af kappanum.
Meira
Tillitssemi er eiginleiki sem mörgum finnst minna um í samfélaginu en áður var og styðjast þá væntanlega fremur við tilfinningu en rannsóknir eða mælingar. En hvað er tillitssemi og hvers vegna er hún á undanhaldi að margra mati? Það má t.d.
Meira
Hafskipsmálið setti Ísland á annan endann 1985 og á árunum þar á eftir. Í kjölfar gjaldþrots Hafskips voru stjórnendur Útvegsbankans tvívegis ákærðir fyrir vanrækslu og hirðuleysi í starfi, en á endanum sýknaðir. Lárus Jónsson var einn þeirra. Hann hefur sett saman skýrslu um Útvegsbankaþáttinn og hann ræddi við Freystein Jóhannsson um málið og þær hremmingar, sem hann og fjölskylda hans gengu í gegnum af þess völdum.
Meira
Dragnótabáturinn Benni Sæm GK var dreginn til hafnar í Keflavík á föstudag af systurskipi sínu, Sigga Bjarna GK. Skipin voru bæði að veiðum með dragnót í Faxaflóa þegar Benni Sæm fékk dragnótina í skrúfuna og varð...
Meira
FOSSBERG ehf. hefur flutt verslun sína í Dugguvog 6. Hjá Fossberg er boðið upp á handverkfæri frá Stahlwille, slípivörur frá Flexovit, renniverkfæri frá Tungaloy, olíur og efnavöru frá Rocol og Weicon, og úrval af boltum og fittings.
Meira
STJÓRN Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður fagnar því að R-listinn hafi ákveðið að setja uppbyggingu Sundabrautar í forgang vegaframkvæmda innan höfuðborgarinnar en harmar að það skuli þurfa að bitna á öðrum brýnum verkefnum innan borgarinnar.
Meira
JÓNATAN Garðarsson útivistarmaður leiddi í gær svokallaða förumannsgöngu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, og var nokkur hópur af göngumönnum sem slóst í för með honum. Gengið var frá Byggðasafninu í Hafnarfirði og endað í Skólavörðuholtinu í Reykjavík.
Meira
THORVALDSENSSJÓÐNUM barst fyrir skömmu höfðingleg gjöf frá gullsmíðaversluninni Jens í Kringlunni að upphæð tvö hundrað þúsund krónur. Forsvarsmenn sjóðsins þakka gjöfina.
Meira
UNGLINGAR á aldrinum 16-17 ára notuðu einnota myndavél til að gefa jafnaldra sínum rafstuð í hálsinn á Selfossi í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að hann fékk hjartsláttartruflanir og var fluttur á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi.
Meira
KENNARAFUNDUR, haldinn í Grundaskóla á Akranesi, skorar á samninganefndir Kennarasambands Íslands og Launanefnd sveitarfélaga að ganga nú þegar til samninga þannig að ekki þurfi að koma til verkfalls hinn 20. september nk.
Meira
NEYTENDASAMTÖKIN telja að uppgreiðslugjald á neytendalánum sé ekki í samræmi við lög um neytendalán. Samtökin hafa sent erindi til Samkeppnisstofnunar vegna málsins.
Meira
DAVÍÐ ODDSSON lét af embætti forsætis-ráðherra 15. september og Halldór Ásgrímsson tók við. Davíð hefur verið forsætis-ráðherra frá árinu 1991 eða í rúm 13 ár. Við þessa breytingu tók Davíð við starfi utanríkis-ráðherra af Halldóri.
Meira
Það er stutt síðan ég hermdi af einkasafni Walter P. Chryslers yngri í Norfolk, og nú er röðin komin að hinu nafnkennda Hirshhorn-safni núlista í Washington.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í nótt mann við Baldursgötu en þá hafði hann brotist inn í sjö bíla í hverfinu. Maðurinn var á reiðhjóli til að komast hraðar á milli bílanna. Í gærmorgun var ekki ljóst hversu miklu hafði verið stolið.
Meira
Bæjarstjórn Austur-Héraðs mótmælir hugsanlegri færslu þjóðvegar 1 af Skriðdal og um Breiðdalsheiði yfir í Fagradal og um Fáskrúðsfjarðargöng og Suðurfirði. Var samþykkt ályktun á fundi bæjarstjórnar þar sem "...
Meira
ÍSLANDSBANKI mun frá og með mánudegi opna öll sín útibú kl. 8.30, önnur en þau sem staðsett eru í verslunarmiðstöðvum og hafa því annan opnunartíma.
Meira
FRIENDTEX á Íslandi og Krabbameinsfélag Íslands halda áfram samstarfi sínu, sem hófst fyrir ári, en það felur í sér að fimmtíu sölufulltrúar Friendtex bjóða viðskiptavinum sínum að styrkja Krabbameinsfélagið með því að kaupa litla bangsa.
Meira
LANDSBANKI Íslands á nú í viðræðum við fjárfesta tengda Norðurljósum um sölu á hlut bankans í Og Vodafone, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hlutur Landsbankans í fyrirtækinu er rétt rúm 15%.
Meira
Bókarkafli Tryggvi Ólafsson listamaður er landsmönnum vel kunnur og þótt hann sé ef til vill best þekktur fyrir myndlist sína þá er Tryggvi ekki síður mikið fyrir að segja sögur. Hér er gripið niður í frásögn Helga Guðmundssonar sem rekur uppvöxt Tryggva á Norðfirði, þroskasögu listamannsins og árin í Reykjavík og síðar Kaupmannahöfn.
Meira
Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrst sjálfstæðismanna til að gegna embætti umhverfisráðherra. Guðni Einarsson ræddi við Sigríði Önnu um það sem efst er á baugi í umhverfismálum.
Meira
"FÓLK drepur frekar en að finna fyrir skömm," segir Kathleen Brooks, sálfræðingur frá Bandaríkjunum, og áréttar mikilvægi þess að fólk hlúi að sínu innra barni.
Meira
MIKLAR drunur kváðu við í miðborg Reykjavíkur og vesturbæ laust fyrir klukkan tólf í fyrrakvöld og var þar á ferð Boeing 757 vél Flugleiða í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær karlmann um þrítugt í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna smygls á miklu magni af LSD til landsins. Efnið kom með pósti frá Hollandi.
Meira
MIKIÐ tjón varð þegar þak af um 300 fermetra álmu við Hótel Skaftafell í Freysnesi sviptist af í miklu óveðri sem gekk yfir landið. Vind-hraðinn fór um og yfir 50 metra á sekúndu í mestu hviðunum.
Meira
NAFN neytendafrömuðarins Ralphs Naders verður á kjörseðlum í Florida í forsetakosningum í nóvember. Hæstiréttur í Florida felldi úrskurð þessa efnis á föstudag.
Meira
Um 6.000 handslökkvitæki með haloni eru í umferð á Íslandi, en frá síðustu áramótum hefur verið bannað að nota þessi slökkvitæki við slökkvistarf. Þau eru nú flokkuð sem hættulegur úrgangur og ber að skila. Dagur ósonlagsins var á fimmtudag, 16.
Meira
ÓLYMPÍUMÓT fatlaðra, sem fram fer dagana 17.-28. september, var sett á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í fyrradag. Keppendur eru alls um fjögur þúsund auk um þrjú þúsund starfsmanna og dómara og fimmtán þúsund sjálfboðaliða.
Meira
GRÍÐARLEGT tjón varð þegar fiskvinnsluhús Klumbu ehf. brann til kaldra kola í Ólafsvík í fyrrinótt. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið bar að garði og fram eftir nóttu kváðu við sprengingar og drunur úr húsinu.
Meira
UM 65% meira seldist af kindakjöti í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Í ágúst var söluaukningin rúm 30% og sala síðasta ársfjórðung jókst um tæp 39% miðað við sama tímabil árið 2003.
Meira
Valur Ingimundarson sagnfræðingur telur að kreppa sé í samskiptum Bandaríkjanna og Íslands og víðtækari skuldbindingu þurfi til en samkomulag um fjórar orrustuþotur eigi að blása í þau nýju lífi.
Meira
ÍSLENSKI skemmti-þátturinn 70 mínútur hættir í desember. Þátturinn er á PoppTíví. Síðasti þátturinn verður sýndur 20. desember og er það eitt þúsundasti þátturinn sem sýndur er.
Meira
Óskar J. Sigurðsson á Stórhöfða í Vestmannaeyjum er vitavörður, veðurathugunarmaður og heimsmeistari í fuglamerkingum. Guðni Einarsson blaðamaður og Sigurgeir Jónasson ljósmyndari heimsóttu Óskar í Stórhöfða.
Meira
SAMBAND ungra framsóknarmanna, SUF, lýsir yfir ánægju með það skref sem nefnd á vegum forsætisráðherra leggur til að verði stigið í réttindabaráttu samkynhneigðra.
Meira
Sumarstarfið á Sólheimum í Grímsnesi hefur vakið mikla athygli. Edda Björgvinsdóttir leikkona hefur staðið þar fyrir leiksýningum og ýmsum uppákomum. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Eddu um þetta starf, sem og stöðu Sólheima í umræðunni, en hún gegndi stöðu fjölmiðlafulltrúa staðarins.
Meira
HJÁ Klumbu unnu 27 manns og uppgangur var hjá fyrirtækinu að sögn Ævars Þórs Sveinssonar verkstjóra. Hann telur að í brunanum í fyrrinótt hafi orðið tjón upp á hundruð milljóna. Húsið, sem var um 1.
Meira
AÐ minnsta kosti tuttugu Írakar biðu bana í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Kirkuk í gærmorgun og er þá tala fallinna í Írak komin yfir 400 í þessum mánuði.
Meira
UM 6.000 handslökkvitæki með haloni eru enn í umferð hér á landi, en bannað er að nota þau við slökkvistörf og þau flokkuð sem hættulegur úrgangur sem mönnum ber að skila.
Meira
Það er einstakt fyrir hvern mann að fá að gegna þessari stöðu. Davíð Oddsson lét þau orð falla er hann afhenti Halldór Ásgrímssyni lyklavöldin að Stjórnarráðinu.
Meira
TÓLF fyrirtæki frá Íslandi og fjögur frá Möltu tóku þátt í sameiginlegri viðskiptasendinefnd Íslands og Möltu sem sótti Rússland heim í liðinni viku. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra fór fyrir nefndinni.
Meira
HUGVITSSAMLEG símaþjónusta, sem felst í því að hjálpa konum að losa sig við karlmenn sem þær kæra sig ekki um, nýtur nú mikilla vinsælda í Moskvu. "Halló. Þetta er höfnunarþjónusta Moskvu.
Meira
AF 98 umsækjendum sem þreyttu inntökupróf í Lögregluskóla ríkisins féllu 32 á þrekprófum og þrír stóðust ekki íslenskupróf. Í fyrra féllu um 27% á þrekprófunum þannig að fallkandítatarnir voru heldur fleiri en venja er til.
Meira
20. september 1994: "Alþýðuflokkurinn er í alvarlegri kreppu. Ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur nú fyrir helgi um að segja sig úr flokknum kemur að vísu ekki á óvart en er engu að síður áfall fyrir Alþýðuflokkinn.
Meira
Það er umhugsunarefni og áhyggjuefni hversu takmarkaðan áhuga forystumenn í viðskipta- og atvinnulífi Íslendinga virðast hafa á því að axla þá samfélagslegu ábyrgð, sem fylgir auknu vægi fyrirtækjanna í íslenzku samfélagi.
Meira
Svo virðist sem töluvert uppnám sé meðal allavega einhverra sagnfræðinga og sagnfræðinema vegna bókarinnar um ráðherra Íslands og forsætisráðherra í 100 ár.
Meira
HIN goðsagnakennda hljómsveit The Beach Boys mun koma til Íslands og halda tónleika í Laugardalshöllinni 21. nóvember. Sveitin hefur starfað í ýmsum myndum síðustu árin og er nú leidd af söngvaranum og upprunalega liðsmanninum Mike Love.
Meira
SAMNINGAR hljóðfæraleikara hjá fjórum af fimm virtustu sinfóníuhljómsveitum Bandaríkjanna eru lausir um þessar mundir og eru viðræður um endurnýjun þeirra í nokkru uppnámi.
Meira
Marianne Faithfull er þekktust fyrir það sem hún gerði fyrir löngu. Hún er þó leitandi og frumlegur listamaður eins og kemur væntanlega í ljós á tónleikum hennar hér í nóvemberbyrjun.
Meira
SÍÐASTA plata Nick Cave, Nocturama, var hans versta á ferlinum, þar sem hann var orðinn einhvers konar grínfígúra af sjálfum sér. Stefnuleysið var auðheyranlegt og stundum hreint og beint vandræðalegt að hlýða á ósköpin.
Meira
Michael Jackson var vel fagnað þegar hann kom til dómhúss í Santa Barbara í Kaliforníu til að fylgjast með yfirheyrslu yfir móður drengs, sem sakað hefur Jackson um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi.
Meira
ÍSLENDINGAR og íslensk list verða áberandi í dönskum leikhúsum í vetur. Tvö íslensk leikverk, Sellófón eftir Björk Jakobsdóttur og Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson, eru frumsýnd í Kaupmannahöfn um þessar mundir.
Meira
Tvö íslensk leikverk, Sellófón eftir Björk Jakobsdóttur og Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson, eru frumsýnd í dönskum leikhúsum í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Mammut-leikhúsið frumsýnir Englabörn 23.
Meira
TÓNLISTARUPPELDI í grunnskólum borgarinnar er enn í sviðsljósinu; Fræðsluráð Reykjavíkur hefur tilkynnt að stefnt sé að því að boðið verði upp á tónlistarnám í grunnskólum borgarinnar á næstu misserum í for- og grunnnámi tónlistar.
Meira
Sýningar dávaldsins Sailesh eru um margt frábrugðnar sýningum annarra og "hefðbundnari" dávalda. Þórir Júlíusson ræddi við Sailesh um sérstöðu hans sem dávalds og væntanlegar sýningar hér á landi.
Meira
ÞÝSKA fjölmiðlafyrirtækið Deutsche Welle fagnaði tíu ára afmæli heimasíðu sinnar á dögunum með því að þýða hana á tungumálið klingonsku, sem ein þjóðanna í Star Trek sjónvarpsseríunni talar. Kemur þetta fram á heimasíðu Reuters -fréttastofunnar.
Meira
HIN sögufræga bandaríska hljómsveit The Beach Boys er væntanleg til landsins og mun halda tónleika í Laugardalshöll 21. nóvember nk. Síðustu árin hefur The Beach Boys verið leidd af einum af upprunalegu söngvurum sveitarinnar, Mike Love.
Meira
SVAVA Jakobsdóttir var einn fremsti rithöfundur Íslendinga á 20. öld auk þess að vera mikil baráttukona á sviði kvenfrelsismála og hafði með sögum sínum, leikritum og sjónvarpsverkum mikil áhrif á samtíð sína.
Meira
BRETINN Derren Brown er hvorki sjónhverfingamaður né sjáandi en samt engum líkur. Hann heldur uppteknum þætti í nýrri þáttaröð Hugarafls ( Trick of the Mind ) á Stöð 2 en annar þátturinn í röðinni er á dagskrá í kvöld.
Meira
LÖNG röð myndaðist fyrir utan verslun Skífunnar á Laugavegi 26 í gærmorgun, laugardag. Ástæðan er sú að þá kl. 10 hófst sala miða á tónleika Damiens Rice á Nasa á fimmtudaginn. Skemmst er frá að segja að miðarnir seldust upp á 20 mínútum.
Meira
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar um Evrópumál: "...Evrópusambandið hefur engan áhuga á að koma til móts við hagsmuni Íslendinga í sjávarútvegsmálum í neinu sem máli skiptir."
Meira
Tryggvi Felixson fjallar um samgönguviku Evrópu: "Það má meta framangreindan tímasparnað til fjár. Varlega má meta hverja klukkustund undir stýri á 800 kr."
Meira
Frá Ingvar Åberge:: "Í þriðja tölublaði norska vísindatímaritsins GEO (GEO Magasin for geomiljøet), sem út kom í apríl síðastliðnum, er að finna mjög merkilegar upplýsingar."
Meira
Arnljótur Arnarson fjallar um kjarasamninga sjómanna: "Er það kannski markmið sjómannafélaganna að halda niðri endurnýjun fiskiskipa og stoppa alla tæknivæðingu?"
Meira
Marinó G. Njálsson skrifar um umferðarmál: "Það góða við fjögurra fasa umferðarljósin, er að þau má setja upp með stuttum fyrirvara og prófa í nokkur ár á meðan skipulagsferlið vegna mislægra gatnamóta heldur áfram."
Meira
Frá Ólafi Þ. Hallgrímssyni:: "Staksteinahöfundur Mbl. er aftur á ferð 9. sept. til varnar Halldóri Ásgrímssyni og stefnu hans í málefnum Íraks og hlýtur að liggja nokkuð við."
Meira
Ragnhildur Kolka skrifar um heimtufrekju: "Heimtufrekja konunnar er fyrir ýmsar sakir athygli verð. Hvers vegna þessi heift út af jafnlitlu máli?"
Meira
Þekkir þú fólkið? FÓLKIÐ á þessum myndum er líklega ættað úr Dalasýslu eða Snæfellsnesi, e.t.v. er það af Ormsætt. Þeir sem kunna að þekkja fólkið eru beðnir um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma 5574302.
Meira
Anna Pálína Jónsdóttir fæddist í Klakksvík í Færeyjum 14. október 1929. Hún lést á Selfossi 15. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ 24. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Eiríkur Óli Ólafsson, fv. kaupmaður, Kirkjustíg 2, Eskifirði, fæddist á Eskifirði 30. júní 1924. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði 12. sept. síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Gróa Sigríður Þorgeirsdóttir-Lawrence fæddist á Lambastöðum í Garði 13. september 1923. Hún lést á Englandi 14. júlí síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Jónasína Bjarnadóttir fæddist á Alviðru í Dýrafirði 11. september 1908. Hún lést á Höfða, heimili aldraðra á Akranesi, 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Jónasínu voru Bjarni Sigurðsson, f. 27. maí 1868, d. 3. okt.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Skarphéðinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 28. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni 7. september.
MeiraKaupa minningabók
Vera Ingibergsdóttir fæddist í Reykjavík 31. desember 1913. Hún lést 20. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grensáskirkju 30. júlí.
MeiraKaupa minningabók
Þórir Jónsson fæddist í Hafnarfirði 25. mars 1952. Hann lést af slysförum að morgni 19. maí síðastliðins og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 27. maí.
MeiraKaupa minningabók
85 ÁRA afmæli . 20. september verður 85 ára Ólöf María Guðmundsdóttir, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík . Hún tekur á móti gestum sunnudaginn 19. september kl. 15 í sal þjónustumiðstöðvarinnar að Bólstaðarhlíð...
Meira
Guðmundur W. Vilhjálmsson er fæddur í Skotlandi árið 1928. Hann tók embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1953. Guðmundur var innkaupastjóri hjá Loftleiðum og síðar forstöðumaður hjá Flugleiðum en lauk þar störfum árið 1995. Guðmundur var einn af stofnendum Kammermúsíkklúbbsins árið 1957 og hefur alla tíð verið afar virkur innan íslensks tónlistarlífs. Guðmundur er kvæntur Guðbjörgu Vilhjálmsson og eiga þau tvö uppkomin börn.
Meira
Íslandsdeild Amnesty International átti 30 ára afmæli í nýliðinni viku, 15. september. Af því tilefni fjallar Sigurður Ægisson í dag um þessi virtu og mikilvægu alþjóðasamtök, sem í rúma fjóra áratugi hafa barist í þágu fórnarlamba mannréttindabrota.
Meira
Borgarleikhúsið | Söngleikurinn sívinsæli Chicago kom aftur upp á fjalir Borgarleikhússins í gærkvöldi eftir sumarfrí, en nokkrar sýningar eru áformaðar í viðbót.
Meira
Út er komin ljóðabókin "Yfir hæðina" eftir Önnu S. Björnsdóttur. Bókin skiptist í þrjá kafla, Fjöll, Hamingjuvegur og Undir norðurhimni og inniheldur 28 ljóð.
Meira
Orð dagsins: Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur. (Rm. 14, 22.)
Meira
Fréttamenn Íslenska útvarpsfélagsins eru fallnir í sömu gryfju og starfsmenn RÚV um árið - það er að hætta allt í einu að segja hlustendum sínum frá úrslitum leikja í ensku knattspyrnunni, eins og að enska knattspyrnan hafi verið lögð niður.
Meira
Langflestir kjósa sér eflaust að vera í gefandi starfi, þ.e. starfi sem veitir þeim sjálfum og ekki síður öðrum lífsfyllingu að einhverju marki; ánægju, skemmtun og hjálp eða jafnvel allt í senn.
Meira
Þessi bransi er harður og eins gott að kunna fótum sínum forráð. Þess vegna er svo mikilvægt að halda höfðinu hátt og taka hlutunum ekki of persónulega.
Meira
Á torgi Hallgrímskirkju hafa í sumar staðið steini lostnar manneskjur. Álgrátt og ryðrautt fólk sem stendur hugsi, situr á bekkjum eða virðist tala saman.
Meira
R ússneski rithöfundurinn Boris Akúnin er ein nýjasta stjarnan á meðal erlendra rithöfunda á íslenskum bókamarkaði og hefur notið vaxandi vinsælda allt frá því er fyrsta íslenska þýðingin á verkum hans leit dagsins ljós árið 2000.
Meira
1.Vetrardrottningin, leynilögreglusaga um samsæri (komin út á íslensku) 2.Tyrkneska refskákin, njósnasaga (væntanleg á íslensku fyrir jól 2004). 3. Levíatinn, saga í anda Agötu Christie. 4. Dauði Akkilesar, spennu- og hasarsaga. 5.
Meira
Góður farði er ein helsta undirstaða vel snyrts andlits. Ekki hentar hins vegar sams konar farði fyrir þurra og feita húð, hvað þá unga eða þroskaða, enda á farðinn það til að setjast í fínar línur sem myndast t.d. í kringum augun með aldrinum.
Meira
Gengið til góðs 2. október Næst verður gengið til góðs á Íslandi á vegum Rauða kross Íslands 2. október, þá munu sjálfboðaliðar knýja dyra hjá landsmönnum og safna fé handa börnum sem búa við ógnir stríðsátaka víða í heiminum.
Meira
Á jeppa merktum Alþjóða Rauða krossinum og Rauða hálfmánanum snemma kvölds í Harare í Zimbabve nemum við staðar við lokað hlið. Þar standa tveir öryggisverðir. Umferðin er lítil því bensínið var uppurið.
Meira
É g sá subbulegan hryllingsþátt í gær. Þar var mikil áhersla lögð á líkamsvessa, blóð og limlestingar. Almennt hef ég nú ekki gaman af slíku myndefni, finnst það heldur klént. En forvitnin varð mér að falli.
Meira
Margrét Alice Birgisdóttir: "Uppáhaldsgallabuxurnar mínar voru lengi vel frá DKNY. Þegar ég vel mér gallabuxur vil ég að þær samsvari sér og passi mínu vaxtarlagi.
Meira
Lakkrís og nælonsokkabuxur. Þetta hljómar auðvitað sem ljúfasta músík í eyrum flestra kvenna ... og það er sko engum blöðum um það að fletta að Gjörningaklúbburinn veit svo sannarlega hvernig hjörtu kvenna slá.
Meira
L eitin að réttu gallabuxunum minnir stundum á leitina að hinni einu sönnu ást því nauðsynlegt getur verið að kyssa marga froska áður en draumurinn um hið fullkomna samspil líkamsbyggingar og flíkur verður að veruleika.
Meira
Í fyrrahaust fylgdist ég með raunveruleikaþættinum Big Brother á danskri sjónvarpsstöð. Fín dönskukennsla að fylgjast með drukknu liði gjamma eitthvert tilfinningaþrungið slangur milli þess sem það braut niður veggi eða pissaði á gólfið.
Meira
"Akúnin skrifar rosalega vel og hann kann sitt fag. Uppsetningin er góð og hann veit margt um sagnfræðina," segir Marína Ilyinskaya rússneskur meinatæknir, sem búsett hefur verið hérlendis í 11 ár.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.