Þrír fulltrúar frá ítölskum verkalýðsfélögum og yfirmaður Alþjóðasambands byggingamanna skoðuðu Kárahnjúkavirkjun í gær, bæði verkstaði og aðbúnað starfsmanna.
Meira
ÞRÍR fulltrúar frá ítölskum verkalýðsfélögum og yfirmaður Alþjóðasambands byggingamanna skoðuðu í gær Kárahnjúkavirkjun, bæði vinnusvæði og aðbúnað starfsmanna.
Meira
Það hefur verið bjart og fallegt veður í höfuðborginni að undanförnu en kalt. Flestir eru vel dúðaðir þegar þeir eru á ferð úti í frostinu eins og þessi nemi, og ekki er verra að ylja sér á heitum drykk í...
Meira
Ættleidd börn, sem alist hafa upp á stofnunum, geta átt við ýmis hegðunarvandamál að stríða sem og líkamleg, m.a. vegna vannæringar. Nauðsynlegt er fyrir foreldra að gera sér grein fyrir áhættunni og sjá til þess að barnið fái mjög reglulegt eftirlit allt frá fyrsta degi. Sé það gert eru góðar líkur á að barnið aðlagist nýju umhverfi. Hér er rætt við bandaríska geðlækna og íslenska móður.
Meira
"Ég hef kveðið eins og mér var eðlilegast, aldrei reynt að gera ljóð mín að krossgátum eða sveipa um mig þoku til að sýnast stór. Blekkingin bjargar engum, ekki heldur ofbeldi, jafnvel þó að það sé löghelgað - en sannleikurinn mun gera yður frjálsa.
Meira
Kárahnjúkavirkjun | Á vefnum karahnjukar.is er sagt frá því að risaborvél nr. 2 sé á mikilli siglingu um þessar mundir og bætir eigið met viku eftir viku.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hafnaði í gær bótakröfu manns sem taldi sig hafa sætt gæsluvarðhaldi að ósekju á meðan lögreglan í Reykjavík rannsakaði stórfellda líkamsárás sem átti sér stað á heimili tveggja sona hans á Skeljagranda aðfaranótt 2. ágúst 2002.
Meira
Hreppsnefnd Bæjarhrepps hefur ákveðið að kaupa slökkvibíl frá Brunavörnum Suðurlands á Selfossi. Bíllinn, var orðinn fulllítill til að þjóna sínu hlutverki á Selfossi en kemur til með að henta vel í Bæjarhreppi, segir á vefnum strandir.is.
Meira
Fréttaskýring | George W. Bush sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í annað skipti í gær. Hann hyggst fylgja stefnu sem sögð er jafnvel enn metnaðarfyllri og enn meira ögrandi en sú sem hann lagði upp með fyrir fjórum árum.
Meira
Neskaupstaður | Norðfirðingar velta nú fyrir sér framtíð verslunarinnar Sparkaupa í Neskaupstað. Búið er að ganga frá samningum um sölu á húsnæði verslunarinnar og fer hún út 1. mars nk.
Meira
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þriggja mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem réðst með höggum og spörkum mann á Akureyri í júní 2003 og fyrir alvarlegar hótanir í garð lögreglumanns eftir að hann var handtekinn í kjölfarið Maðurinn hafði áður...
Meira
ÞRÍR fulltrúar frá kennslanefnd ríkislögreglustjóra komu til Phuket-eyju við Taílandsstrendur á mánudag, en starf þeirra felst í að bera kennsl á líkamsleifar fórnarlamba hamfaranna við Indlandshaf.
Meira
ÞRÍR hópar umsækjenda um hönnun á Tónlistarhúsi í Reykjavík skiluðu inn frumhugmyndum sínum í gær. Upphaflega voru fjórir hópar fengnir til að skila inn hugmyndum, en einn hópur, Multiplex, hefur hætt við að taka þátt í hönnunarferlinu.
Meira
BISKUP Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti prests í Glerárprestakalli á Akureyri. Staðan verður veitt frá 1. mars en umsóknarfrestur rennur út 14. febrúar.
Meira
ÞAÐ hefur snjóað óvenju mikið á Siglufirði í vetur og þykir þetta farið að minna á fyrri tíma, þegar allt var á kafi í snjó frá október og fram í júní ár hvert. Þessi eins árs snáði, hann Mikael, var ekkert óánægður með allan snjóinn eins og sjá má.
Meira
INGI Sigurðsson, formaður Ægisdyra, félags áhugafólks um bættar samgöngur milli lands og Eyja, segir kostnaðaráætlun NCC staðfesta gagnrýni Ægisdyra um að kostnaðarmat sem unnið var fyrir Vegagerðina sé of hátt.
Meira
TOLLGÆSLAN í Reykjavík stöðvaði rétt fyrir jólin grunsamlega vörusendingu sem innihélt 50 þúsund steratöflur og 300 hylki sem ætluð voru til sölu á markaði hérlendis.
Meira
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sat í gær og fyrradag ráðherrafund Norðurlanda og tuttugu Afríkuríkja, í svonefndu Afríkuframtaki Norðurlandanna, í Dar Es Salaam í Tansaníu, að því er segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Meira
EMIL Thoroddsen, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur tekið við formennsku af Garðari Sverrissyni sem lætur af störfum af heilsufarsástæðum. Frá þessu var gengið á fundi framkvæmdastjórnar bandalagsins í gær.
Meira
SKOSKI kylfingurinn Jack McCullogh gat sér ekki frægð af íþrótt sinni þegar hann var uppi á nítjándu öld en hefur nú vakið athygli með skáldsögu sem bendir til þess að hann hafi verið forspár.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og formaður framtíðarhóps flokksins, segir að framtíðarhópur Samfylkingarinnar muni hraða vinnu sinni á næstu vikum og mánuðum með það að markmiði að geta skilað tillögum á landsfundi flokksins...
Meira
Vel á fjórða hundrað börn tóku þátt í Jólaleik Bautans og Dýraríkis en dregið var úr þeim á dögunum. Aðalverðlaunin féllu Lé Kristjánssyni í skaut, en hann er 8 ára gamall Akureyringur.
Meira
SAMNINGAR eru á lokastigi um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á Hitaveitu Rangæinga. Hitakostnaður venjulegra heimila á Hellu og Hvolsvelli mun lækka um 20-30% á tveimur árum og ljósleiðari verður lagður um þorpin.
Meira
Hrakinn snjótittlingur | Mæðgurnar Sunna Högnadóttir og Íris Huld Sigurbjörnsdóttir komu í gærmorgun á Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi með snjótittling sem þær höfðu skotið skjólshúsi yfir.
Meira
MOHAMMAD Khatami, forseti Írans, kvaðst í gær telja að Bandaríkjamenn ættu við svo mörg vandamál að stríða í Írak að þeir gætu ekki gert árás á Íran. "Líkurnar á bandarískri árás á Íran eru mjög litlar.
Meira
EFNT verður til hátíðar á vegum sendiráðs Japans og japönskukennslunnar innan heimspekideildar Háskóla Íslands í hátíðarsal í aðalbyggingu HÍ laugardaginn 22. janúar. Hátíðin stendur frá kl. 14-18 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn.
Meira
Kjaramál eldri borgara | Félög eldri borgara í Suðvesturkjördæmi hafa boðað til sameiginlegs opins fundar um kjaramál eldri borgara á morgun, laugardaginn 22. janúar kl. 14, í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.
Meira
Reykjavík | Íþróttamaður Reykjavíkur árið 2004 er Kristín Rós Hákonardóttir sundkona úr Fjölni og Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Kristín setti heimsmet í 100 m baksundi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í sumar.
Meira
"ÓBEINAR reykingar eru án efa einn öflugasti krabbameinsvaldur sem fólk verður fyrir í vinnu sinni," sagði Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, í fyrirlestri sínum um óbeinar reykingar á vinnustöðum þegar hann ræddi, ásamt þeim...
Meira
Í frétt um viðhorf innflytjenda til ýmissa þátta á Íslandi var ranglega sagt að könnunin hefði verið unnin í samvinnu við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hið rétta er að könnunin var unnin í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Meira
SAMNINGUR hefur verið undirritaður um samstarf lögreglunnar í Reykjavík og á Akranesi. Er samstarfinu ætlað að styrkja löggæslu á Akranesi, Kjalarnesi, í Kjósarhreppi og eftir atvikum í Mosfellsbæ.
Meira
Maður ársins á Suðurnesjum | Tómas J. Knútsson, kafari í Keflavík og stofnandi umhverfissamtakanna Bláa hersins, hefur verið útnefndur Maður ársins 2004 af Víkurfréttum.
Meira
THORVALD Stoltenberg, fyrrv. utanríkisráðherra Noregs, verður aðalræðumaður á málþingi framtíðarhóps Samfylkingarinnar á morgun, laugardaginn 22. janúar, á Grand hóteli. Málþingið stendur frá kl.
Meira
ÍSLENSK kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald eftir að hún var handtekin á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag með fíkniefni. Konan var að koma frá Kaupmannahöfn. Hluti efnanna var innvortis en einnig var hún með fíkniefni á sér.
Meira
Það vakti mikla athygli hve margir fulltrúar komu frá borgaralegu samfélagi á þessa ráðstefnu," segir Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), um ráðherraráðstefnu WHO um geðheilbrigðismál sem haldin var í Helsinki í...
Meira
ÞEGAR Bandaríkjamenn fóru að ættleiða börn frá öðrum löndum fyrir tveimur áratugum, aðallega frá Kóreu fyrst í stað, voru það ung börn sem höfðu fengið góða umönnun hjá fósturforeldrum.
Meira
Ný dægurlagasamkeppni | Dægurlagasamkeppni verður haldin í Sæluviku á Sauðárkróki í vetur en verður að þessu sinni í höndum nýrra skipuleggjenda.
Meira
KAÞÓLSKA kirkjan á Spáni kveðst ekki hafa horfið frá þeirri afstöðu sinni að notkun smokka sé ósiðleg. Fullyrðingar um hið gagnstæða hafi verið "misskilningur".
Meira
HÆSTIRÉTTUR stytti í gær fangelsisrefsingu fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslenska dansflokksins sem sakfelldur var fyrir tveggja milljóna króna fjárdrátt. Hæstiréttur stytti refsingu héraðsdóms úr 9 í 8 mánuði og skilorðsbatt 5 mánuði af henni.
Meira
EKKERT hefur spurst til sænska forstjórans Fabians Bengtssons og bendir enn flest til, að honum hafi verið rænt er hann var á leið til vinnu sinnar í Gautaborg síðastliðinn mánudagsmorgun.
Meira
"Ekki hef ég afkastað miklu, eftir að ég kom heim, því miður. En varla verður þess vænst, að ljóðskáld yrki daglega, opt verða þau að sýna þolinmæði og bíða, bíða eftir stundinni.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra og leiðtogi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, ritar pistil á vefsíðu sinni og fjallar um átök í Framsóknarflokknum og Íraksmálið.
Meira
Borðeyri | Nýir eigendur hafa tekið við kaupfélaginu á Borðeyri, Sigrún Waage og Heiðar Þór Gunnarsson. Verslunin heitir nú Lækjarbakki þótt kaupfélagsheitið fylgi henni vafalaust líka enda hafa samvinnufélögin rekið þar verslun í heila öld.
Meira
GEORGE W. Bush sór í gær embættiseið sem forseti Bandaríkjanna, annað kjörtímabilið í röð og hét hann því að hlúa að frelsi og lýðræði um allan heim og berjast gegn harðstjórn.
Meira
KONA nokkur í Brasilíu ól nýlega sitt fimmta barn og vissulega það stærsta. Vó það hvorki meira né minna en 32 merkur, sem er tvöföld venjuleg fæðingarþyngd.
Meira
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra sem dæmt hafði Akureyrarbæ til greiðslu 3,7 milljóna kr. skaðabóta fyrir að brjóta jafnréttislög á Guðrúnu Sigurðardóttur sem gegndi starfi deildarstjóra á félagsmálaskrifstofu bæjarins.
Meira
Finna þarf viðunandi lausn á fjárhagsvanda Háskóla Íslands og tryggja rekstrargrundvöll skólans, en ekki kemur til greina að taka upp skólagjöld. Þetta kom fram í máli fjögurra rektorsframbjóðenda við HÍ á fundi í gær.
Meira
Vesturbær | Auglýst hefur verið ný tillaga að deiliskipulagi fyrir svokallaðan Ellingsenreit, þar sem verslunin Ellingsen og fyrrum vinnslu- og skrifstofuhús Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík standa nú.
Meira
Leifar birkiskóglendis er að finna á Sprengisandi að því er fram kemur í ferðasögu sem Jóhann Björgvinsson skrifar á vefsíðu Eyjafjarðardeildar 4x4 (http://www.simnet.is/ggi/YtraFljotsgil/YtraFljotsgil.
Meira
Hafnarfjörður | Verkalýðsfélagið Hlíf hefur stefnt ræstingarfyrirtækinu Sólar og Hafnarfjarðarbæ fyrir félagsdóm, og segja forsvarsmenn Hlífar að bærinn brjóti gegn kjarasamningum með samningum sem gerðir voru við ræstingarfyrirtækið um þrif fyrir...
Meira
MEIRIHLUTI Hæstaréttar hefur með nýlegum dómi heimilað móður að fá 15 ára dóttur sína tekna úr umráðum föður stúlkunnar og afhenta sér með svonefndri beinni aðfarargerð.
Meira
SÝNING á verkum, bréfum og munum úr fórum Davíðs Stefánssonar verður opnuð á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag, 21. janúar, en þá eru liðin 110 ár frá fæðingu skáldsins frá Fagraskógi.
Meira
Í gær var ort um titraraeign íslenskra kvenna, sem ku vera meiri en í öðrum löndum, eða 52%. Einar Kolbeinsson orti um konurnar: Tilþrif, dirfska, tryggð og þor, er tæpast endurgoldið, ef vilja heldur víbrator, en "venjulega holdið".
Meira
ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar fer fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum funda utanríkismálanefndar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak þann 20.
Meira
HAMFARIRNAR á öðrum degi jóla höfðu hvergi jafnskelfilegar afleiðingar og í Indónesíu en ljóst er, að í Aceh-héraði einu fórust hátt í 200.000 manns.
Meira
STJÓRNVÖLD í Hvíta-Rússlandi hafa sagt útvarpsstöðvum í landinu að framvegis verði minnst 75% af tónlist sem þar er flutt að vera innlend að uppruna. Fari stöðvarnar ekki að þessum reglum geti þær átt á hættu að missa útvarpsleyfið.
Meira
ÞAÐ er til marks um hversu umdeildur George W. Bush Bandaríkjaforseti er að í tilefni embættistöku hans í gær var efnt til mótmæla gegn honum í mörgum borgum heims, þ.m.t. í Washington.
Meira
VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur (VR) hefur mótmælt frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á opnunartíma verslana. VR segir að meirihluti þátttakenda í nýlegri könnun hafi viljað takmarkanir á opnunartíma verslana.
Meira
Tveir af þingmönnum norðausturkjördæmis, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Þuríður Backman, voru á ferð norðan heiða en þau hófu gærdaginn á því að heilsa upp á Ragnar Sverrisson, kaupmann í JMJ.
Meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti sór í gær embættiseið og fór með innsetningarræðu þar sem hann lagði megináherslu á útbreiðslu frelsis til "myrkustu afkima heims okkar" og sagði að á því grundvallaðist frelsi annarra ríkja.
Meira
HEFUR þér einhvern tímann fundist eins og þú sért á valdi auglýsenda? Eins og það séu einhver ytri öfl sem farin eru að stjórna gjörðum þínum og hugsunum?
Meira
EINHVER umtalaðasta myndin um þessar mundir er bandaríska smámyndin Sideways eða Hliðarspor eftir Alexander Payne, sem á að baki About Schmidt, Election og Citizen Ruth .
Meira
YLFA Lind, Helgi, Hildur Vala, Lísebet, Heiða, Brynja, Vala, Margrét Lára og Davíð Smári verða í sviðsljósinu í Idol Stjörnuleit í kvöld, en annar þáttur 10 manna úrslitanna verður þá sýndur á Stöð 2.
Meira
KVIKMYNDIN Birth hefur vakið mikla athygli og valdið deilum, einkum fyrir þær sakir að þar á Nicole Kidman - eða réttara sagt persónan sem hún leikur - í tyggjum við tíu ára gamlan dreng.
Meira
STÆRSTU blöð Danmerkur hafa síðustu daga birt lofsamlegar umsagnir um glæpasöguna Grafarþögn eftir Arnald Indriðason en bókin kom út þar í landi fyrir réttri viku. Í Information kemst Peter Durrfeld svo að orði: "Mýrin var góð, mjög góð.
Meira
LIÐ Borgarholtsskóla bar sigurorð af liði Menntaskólans í Reykjavík í Gettu betur keppninni í fyrradag og kom þar með í veg fyrir að MR-ingar kæmust í fjórðungsúrslit og þar með sjónvarpshluta keppninnar.
Meira
Jón Norland og sonur hans Sverrir eru menn laga og ljóða. Starf Jóns er ekki algengt meðal skálda; hann er framkvæmdastjóri fyrirtækis, nánar tiltekið fyrirtækisins Smith & Norland. Sverrir er 18 ára og þykir vera afar efnilegur gítarleikari. Saman sendu þeir frá sér plötuna Orðin tóm, með lögum sonarins við ljóð föðurins.
Meira
Paula Abdul lét meðdómara sinn Simon Cowell fá það óþvegið eftir að hann grætti nokkra keppendur í nýjustu American Idol- keppninni, sem hófst nú í vikunni í bandarísku sjónvarpi.
Meira
ÞAÐ ER ekki sama Jón og séra Jón Sigurðsson, það er víst. Hinn hugljúfi Jón Sigurðsson, sem lenti í öðru sæti Idol-Stjörnuleitar á síðasta ári, er hvers manns hugljúfi.
Meira
MUGISON, Örn Elías Guðmundsson réttu nafni, er heldur betur að gera það gott þessa dagana. Allt sem hann snertir virðist verða að gulli, eða væri kannski réttara að segja gullplötu? Platan Mugimama - Is This Monkeymusic?
Meira
DRENGIRNIR í Nýdönsk eiga langan og farsælan tónlistarferil að baki, þrátt fyrir ungan aldur. Þeir eru einskonar "heldri menn íslenskrar tónlistar" og bera þann titil með sæmd.
Meira
ÍSLENSKA óperan og Osta- og smjörsalan hafa undirritað samstarfssamning vegna tónleikaferðar Óperunnar norður í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í febrúar.
Meira
LISTAMAÐURINN Alessandro Raho og Dame Judi Dench standa hér fyrir framan portrett sem hann hefur gert af leikkonunni og getur nú að líta í National Portrait Gallery í Lundúnum.
Meira
EINN vinsælasti gamanþáttur síðari ára, Everybody Loves Raymond, lýkur níu ára göngu sinni nú í vor. Allra síðasti þátturinn verður sýndur í Bandaríkjunum 16.
Meira
LEIKKONAN Julia Roberts hefur ákveðið að taka að sér hlutverk kóngulóar í nýrri kvikmynd sem gera á eftir barnabókinni Vefur Karlottu (Charlotte's Web), eftir EB White.
Meira
TIL SKAMMS tíma leit út fyrir að gerðar yrðu tvær stórmyndir á sama tíma um eitthvert mesta stórmenni mannkynssögunnar Alexander mikla Makedóníukonung.
Meira
ELLEN Kristjánsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn með Sálmaplötu sinni, þar sem hún flytur tólf alkunna sálma, sem fylgt hafa þjóðinni frá vöggu til grafar í kirkjum landsins.
Meira
Tómas Már Sigurðsson fjallar um álver Alcoa Fjarðaáls og umhverfismál: "Við undirbúning að starfsemi álvers Alcoa Fjarðaáls hafa aðstandendur þess í einu og öllu farið eftir þeim leiðum sem lög um mat á umhverfisáhrifum segja til um og fylgt ákvörðunum stjórnvalda."
Meira
Guðjón Guðmundsson fjallar um sparisjóðina: "Málflutningur þeirra sem telja sparisjóðina úrelta byggist á trúarsetningum sem standast ekki skoðun."
Meira
Landssöfnun Geðhjálpar - ráðstöfun fjármagns Í Velvakanda Morgunblaðsins 18. janúar sl. spyr "ein forvitin": "Í hvað fóru peningarnir?" Hér er væntanlega verið að vísa í landssöfnun Geðhjálpar sem fram fór m.a.
Meira
Eftir Guðmund Ármannsson: "ENN Á ný er komin upp á yfirborðið umræða um starfsmannahald ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúka og ekki að ástæðulausu. Ekki kemur það á óvart miðað við gang mála frá upphafi þessa verks."
Meira
Dóróthea Friðrika Ólafsdóttir fæddist á Siglufirði 22. febrúar 1907. Hún lést á Vífilsstöðum mánudaginn 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Þorkell Eiríksson, f. á Stóru Brekku í Fljótum 19. apríl 1869, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Brynjólfsdóttir fæddist á Akranesi 1. apríl 1918. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Nikulásson skipstjóri, f. 18.11. 1890, d. 4.1. 1979, og Guðrún Jónsdóttir, f. 7.8. 1887, d. 12.4. 1918.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 1. nóvember 1930. Hún lést á LSH að kvöldi 15. janúar síðastliðins. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Margrét Friðriksdóttir, f. á Dvergasteini í Álftafirði 16. nóvember 1896, d. 10.
MeiraKaupa minningabók
Hjörleifur Tryggvason fæddist á Ytra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit 25. maí 1932. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Jóhannesson bóndi Ytra-Laugalandi, f. þar 30. júlí 1911, d. 18.1.
MeiraKaupa minningabók
Járngerður Einarsdóttir fæddist á Tjörnum í Vestur-Eyjafjallahreppi 5. júlí 1924. Hún andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti, mánudaginn 10. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristbjargar Guðmundsdóttur húsmóður, f. 3. nóv. 1898, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Guðmundsdóttir Johnsen fæddist í Reykjavík 3. september 1910, hún lést í Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 15. janúar sl. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Gríma Eyjólfsdóttir frá Snorrastöðum í Laugardal f.
MeiraKaupa minningabók
Elsku Lillý. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Hvíl í friði elsku Lillý. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til Gúnda, sona og fjölskyldna. Fjóla og...
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Gísladóttir fæddist í Sólheimagerði í Blönduhlíð í Skagafirði 11. júlí 1935. Hún lést á heimili sínu 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Nikólína Jóhannsdóttir húsmóðir frá Úlfsstöðum í Blönduhlíð, f. 21. mars 1909, d.
MeiraKaupa minningabók
NORSKU loðnuskipin eru nú farin að tínast inn á Norðfjörð eins og undanfarna vetur en þar liggja þau á meðan áhafnir þeirra vinna við að frysta aflann.
Meira
AUKIN skilvirkni markaða hefur ekki skilað sér til sænskra neytenda í bættum hag, í kjölfar afnáma hafta á sænskum mörkuðum á síðasta áratug síðustu aldar. Þetta hefur sænska fréttaþjónustan TT eftir Dan Andersson, hagfræðingi.
Meira
ATVINNUÞÁTTTAKA á Bretlandseyjum jókst um 0,2% í desembermánuði síðastliðnum samanborið við mánuðinn á undan og nam 74,8%, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka.
Meira
FARÞEGAR Icelandair, dótturfélags Flugleiða, voru rúmlega 1,3 milljónir talsins á árinu 2004, og eru það 200 þúsund, eða 17,8%, fleiri farþegar en á árinu 2003. Sætanýting jókst um 5,3 prósentustig á milli ára í 74,5%.
Meira
TAÍLENSK stjórnvöld hafa ákveðið að kanna möguleika á gerð fríverslunarsamnings við EFTA-ríkin, að því er fram kemur í Stiklum , fréttabréfi utanríkisráðuneytisins.
Meira
HÆKKUN á gengi krónunnar undanfarið á að stærstum hluta eftir að koma fram í lækkuðu vöruverði til neytenda, að því er fram kemur í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.
Meira
KATRÍN Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf., hlaut í gær FKA-viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri. Katrín rak áður fyrirtækið Hnotskurn og fiskafurðir, hausaverkun og lýsisbræðslu. Hún er sögð hafa séð sóknarfæri í Lýsi hf.
Meira
VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu alls um 3.898 milljónum króna í gær. Mest urðu viðskipti með hlutabréf, fyrir um 1.808 milljónir króna en næst mest urðu viðskipti með ríkisbréf fyrir um 1.324 milljónir króna.
Meira
Slaraffenland heitir veitingastaður í miðborg Kaupmannahafnar sem opnaður var í september sl. af tveimur kokkum, Íslendingnum Gunnari Páli Gunnarssyni og Dananum Sophus Nedergaard.
Meira
Uppáhaldshversdagsuppskrift Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, er grænmetissúpa, sérstaklega vegna þess að hún er svo fljótleg. Þessi súpa hefur verið vinsæl á hennar heimili um langt skeið.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, 21. janúar, er fimmtug Svanhvít Moritz Sigurðardóttir, Dalsgerði 1b, Akureyri. Hún og eiginmaður hennar, Viðar Axel Þorbjörnsson, bjóða fjölskyldu og vinum að fagna með sér á heimili þeirra í Dalsgerði 1b laugardaginn 22.
Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, 21.janúar, verður Einar Pálsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Árborg, 50 ára. Eiginkona hans er Arndís Harpa Einarsdóttir, skólastjóri . Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu, Túngötu 64, Eyrarbakka, frá kl.
Meira
MAGNÚS Skarphéðinsson, skólameistari Sálarrannsóknaskólans, mun í kvöld kl. 20 flytja fyrirlestur um álfa og huldufólk í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu.
Meira
Opnun á einu grandi. Norður &spade;10 &heart;K9842 S/Allir ⋄9873 &klubs;ÁG10 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 grand Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu Pass ? Í hefðbundnu Standard-kerfi sýnir opnun á einu grandi 15-17 punkta og jafna skiptingu.
Meira
Gullbrúðkaup | Í dag, 21. janúar, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Rannveig G. Kristjánsdóttir og Stefán S. Tryggvason, fyrrv. lögregluvarðstjóri, Blikahólum 2,...
Meira
Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína? (Matt. 16, 26.)
Meira
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn | Slasaður haförn dvelur nú tímabundið í Laugardalnum í Reykjavík. Komið var með fuglinn þangað 11. janúar en hann fannst austur í Grafningi, hafði flogið á raflínu og farið úr liði á vinstri væng.
Meira
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir fæddist árið 1954 á Núpi í Dýrafirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1976, prófi í arkitektúr frá Arkitektaskólanum í Árósum 1983 og í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands 1991. Ólöf hefur starfað sem arkitekt og rekur nú eigin arkitektastofu, Plan 21 ehf. Hún hefur unnið fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagasamtök og var einnig formaður náttúruverndarráðs 1997-2000. Þá var hún kjörin formaður Landverndar árið 2001. Ólöf á tvær dætur.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is: "Fyrir aðra sök skáru Ítalirnir sig frá öðrum bjóðendum. Þeir mættu með tilboðin í þremur grænum og snjáðum ferðatöskum. Enginn óþarfa íburður og reyndar svolítið heimilislegt, í anda hinnar hagsýnu húsmóður."
Meira
NORSKIR rithöfundar, dansarar og tónlistarmenn heimsækja Norræna húsið á morgun kl. 18 og halda klukkustundarlanga dagskrá í sal hússins. Listamennirnir eru hér í tengslum við opnun sýningar Tonje Strøm kl.
Meira
Norðurkjallari | Hljómsveitin Andlát kveður áhorfendur sína í hinsta sinn í kvöld með dramatískum lokatónleikum í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð.
Meira
PAUL Merson spilandi knattspyrnustjóri enska 2. deildarliðsins Walsall segir á heimasíðu Walsall að Atla Sveini Þórarinssyni verði ekki boðinn samningur við liðið.
Meira
* ÁSTRALINN Lleyton Hewitt komst í fyrrinótt í 3. umferð Opna ástralska meistaramótsins í tennis en hann lagði Bandaríkjamanninn James Blake að velli í fjórum settum. Blake er í 94. sæti á heimslistanum en Hewitt er í 3. sæti.
Meira
UEFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, gekkst fyrir kosningu á heimasíðu sinni á liði ársins og kusu 1,2 milljónir manna. Í draumaliðinu er Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og Ítalíu, í markinu.
Meira
LARS Kristiansen, sem leikur sem miðvörður í norska 3. deildarliðinu Fart, brá á leik á æfingu liðsins á dögunum og hermdi eftir markverði Manchester United í leik gegn Tottenham.
Meira
Hjörtur Harðarson körfuknattleiksmaður úr Keflavík hefur ákveðið að hætta að leika með liðinu af persónulegum ástæðum. Hjörtur, sem er afar leikreyndur, hefur spilað níu leiki með liðinu í úrvalsdeildinni á...
Meira
ÍR-ingar náðu sér í dýrmæt stig í Intersport-deild karla þegar þeir unnu góðan sigur, 95:78, á nýliðum Fjölnis í Seljaskóla í gærkvöldi. ÍR-ingar mættu baráttuglaðir til leiks og sigurinn skópu þeir með góðum leik í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 53:28. Staðan í toppbaráttu deildarinnar er því enn opin upp á gátt og mikil spenna framundan. ÍR-ingar sitja eins og er í fimmta sæti með sextán stig en Fjölnir féll niður um eitt sæti, situr í því þriðja með átján stig.
Meira
* JÓNA Margrét Ragnarsdóttir skoraði 9 mörk fyrir þýska liðið Weibern , Dagný Skúladóttir 2 og Sólveig Lára Kjærnested 2 þegar lið tapaði fyrir Leipzig á heimavelli, 31:23, í B-riðli þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í fyrrakvöld.
Meira
KFÍ tókst loksins að komast á blað í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Intersportdeildinni, þegar liðið bar sigurorð af Tindastóli, 84:82, í spennandi leik í Jakanum á Ísafirði í gærkvöldi. Fyrir leikinn höfðu Ísfirðingar tapað öllum 13 leikjum sínum og eðlilega fögnuðu leikmenn KFÍ langþráðum sigri.
Meira
JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var á Nou Camp sl. sunnudag - þar sem hann var mættur til að kortleggja lið Barcelona sem Chelsea mætir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.
Meira
"Við höfum ekki áður sent svo stóran hóp keppenda á Norðurlandamót og þau Rut Sigurðardóttir og Björn Þorleifsson eiga Norðurlandameistaratitla að verja.
Meira
GRÉTAR Ólafur Hjartarson, sóknarmaðurinn knái úr KR, kom til Íslands í gærkvöldi eftir nokkurra daga dvöl hjá enska 2. deildarliðinu Doncaster Rovers. "Ég veit ekki á þessari stundu hvort liðið ætlar að gera mér tilboð en það getur vel verið.
Meira
SIGFÚS Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska 1. deildarliðsins Magdeburg, þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna brjóskloss í baki á sjúkrahúsi í Berlín í fyrradag og afar ólíklegt er að hann leiki meira með Magdeburg á yfirstandandi leiktíð. Sigfúsar er að vonum sárt saknað með íslenska landsliðinu sem hefur keppni á heimsmeistaramótinu á sunnudag í leik gegn Tékkum.
Meira
ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, og evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, ætla að taka saman höndum og efna til ágóðaleiks til handa fórnarlamba flóðbylgnanna í Asíu. Leikurinn fer fram á Nou Camp, heimavelli Barcelona, 15. febrúar.
Meira
ÞAÐ var mikið í húfi í Sláturhúsinu í Keflavík í gær er heimamenn tóku á móti svissneska liðinu Olympic Fribourg í bikarkeppni Evrópu, en heimamenn þurftu að vinna upp 8 stiga mun úr fyrri leik liðanna þar sem Fribourg skoraði 103 stig gegn 95 stigum...
Meira
ÍSLAND vann í gær Lúxemborg , 4:1, á Evrópumóti B-þjóða í badminton en keppt var á Kýpur. Ísland hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu en í fyrradag lagði landsliðið Eistlendinga einnig 4:1.
Meira
Vilhjálmur Eyþórsson fjallar um Íraksstríðið og utanríkismál: "Forystumennirnir eru undantekningarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart."
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.