Hjalti Heimir Pétursson fæddist í Reykjavik 21.ágúst 1956. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. júní 2009. Foreldrar hans eru Kristín Gunnlaugsdóttir fyrrv.símstöðvarstjóri f. 21.04.1928 og Pétur Friðrik Pétursson ökukennari f: 16.08.1928. Bræður Hjalta Heimis eru Gunnlaugur Hauksson 31.03.1951 giftur Ólavíu Lúðvíksdóttur F.13.01.1954 og sonur þeirra er Davíð Axel Gunnlaugsson f:09.01.1974 og sambýliskona hans er Berglind Goldstein og eiga þau 5 börn Ómar Þröstur Hjaltason f.06.12.1960 d.15.01.1983 Þann 25,07,1981 Giftist Hjalti Heimir Guðný Adolfsdóttur f. 07.01.1958 Börn þeirra eru 1)Hulda klara R.Hjaltadóttir f:02.02.1978 gift Jóhanni Helga Eiðssyni f.14.06.1973 Börn þeirra eru a)Pétur Heimir R. Jóhannsson f: 26.05.1999 b)Guðný Hildur R. Jóhannsdóttir F.16.12 2004 c)Kristinn Helgi R. Jóhannsson f.07.02 2002 2)Þóra Kristín Hjaltadóttir f.18.05.1981 Maki Davíð Fannar Bergþórsson F.05.10.1984 3)Áshildur Margrét Hjaltadóttir F.17.08.1983 Maki Carmen Lena Ribas f. 07.11.1978 barn hennar Tanya Rán Pálsdóttir 31.09.2004 4)Ómar Þröstur Hjaltason f.07.11.1990 Maki Katrín Arndís Magneudóttir f.04.10.1992 Hjalti Heimir ólst upp í Sandgerði og gekk þar í grunnskóla, var hann tvo ár í Reykholti. Þann 25 júní 1999 lauk Hjalti Heimir sveinsprófi sem Vélsmiður. Hann vann við ýmis verkamannastörf. 1988 byrjaði hann hjá Eldneidís Aflreiðslan á Keflavíkurflugvelli. og vann hann þar þangað til hann veiktist í október 2008. Hjalti Heimir verður jarðsunginn frá Ytri Njarðvíkurkirkju í dag 8. júlí og hefst athöfnin kl : 13. Jarðsett verður í Hvalsneskirkjugarði.

Hjalti Heimir Pétursson, kæri frændi og vinur lést sunnudaginn 28. Júní eftir mikla baráttu við veikindi sín.

Lífið er hverfult og óútreiknanlegt, þannig var það mikið áfall  í október í fyrra þegar ég frétti af veikindum Heimis frænda. Eins og honum var líkt þá var hann ekki mikið að kvarta og tók veikindum sínum með mikilli yfirvegun og æðruleysi.

Við Heimir slitum báðir barnsskónum í Sandgerði og það var oft mikið um að vera í íþróttum og leik enda var okkar árgangur nokkuð stór. Heimir var góður í fótbolta og spilaði með Reyni í Sandgerði.

Þegar maður hugsar um Heimi þá fannst manni hann alltaf vera sá hæverski og kurteisi maður sem hægt var að treysta á, á okkar yngri árum fórum við ófáar ferðirnar að skemmta okkur saman og áttum góðar stundir. Svo tók alvaran við og hver fyrir sig stofnar sína fjölskyldu og minni samskipti verða þá eins og gefur að skilja. Fyrir ári síðan ákváðum við frændurnir í Sandgerði að koma saman og eiga góða kvöldstund saman, þetta var ákaflega gaman og ákváðum að gera það árlega eftir það. Engan okkar hefði þá grunað þau örlög sem byðu hans.

Það var til marks um hve hæverskur hann var að í apríl þegar Gunni bróðir Heimis og ég fórum með hann í bíltúr og enduðum á Eyrarbakka, við fórum á veitingarstaðinn Rauða Húsið og fengum okkur humarsúpu. Á leiðinni heim heyrði ég Heimir segja mig hefur alltaf dreymt um þetta ég spurði hvað og hann sagði með stillingu að fá mér humarsúpu í Rauða Húsinu. Hann bað ekki um mikið.

Ég kveð frænda minn með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast jafn góðum manni og hann var. Foreldrum, bróðir, eiginkonu, börnum og barnabörnum hans votta ég mína dýpstu samúð og bið guð að blessa ykkur öll.

Gunnlaugur Hilmarsson