Af hverju skiptir fituprósentan öllu máli?

mbl.is/TheKitch

Það eru ekki allir sem átta sig á því að lykillinn að virkilega bragðgóðum og safaríkum hamborgara liggur í fitunni. Fitan tryggir mýktina og að borgarinn verði virkilega djúsí og bragðmikill eins og við viljum flest.

Fyrir tveimur árum kynnti Hagkaup til sögunnar nýjan hamborgara sem innihélt 30% fitu sem olli talsverðum usla meðal matgæðinga, enda sannkallaður sælkeraborgari. Hamborgarinn hefur allar götur síðan verið ein mest selda varan í Hagkaup en að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa, vekja nýjungar sem þessar alltaf mikla athygli enda fylgjast matgæðingar vel með því sem er að gerast í hérlendri vöruþróun. Skemmst sé að minnast viðbragðanna sem rib-eye borgararnir fengu hér um árið.

„Kjötsérfræðingar vilja meina að bragðið liggi í fitunni og erum við hjá Hagkaup hjartanlega sammála þeirri staðhæfingu. Þessir sígildu hamborgarar eru oftast 15 til 20% fita og ákváðum við að sjá hvað myndi gerast ef við hækkuðum hlutfallið upp í 30% fitu. Við létum slag standa og er útkoman komin í verslanir Hagkaups. Þetta er mögulega besti hamborgarinn á markaðnum í dag og gerður úr 100% íslensku nautakjöti. Hann fær að njóta sín hvað best ef hann er grillaður, þar sem fituhlutfallið er hátt,“ segir Sigurður.

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa.
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is