Þessi ídýfa er snilld fyrir þá sem langar í pitsu án brauðbotns! Borið fram með niðurskornu grænmeti eða snittubrauði. Uppskriftin er úr nýjustu bók Rósu Guðbjartsdóttur, Partíréttir, en hún segir þennan rétt vera æðislegan í allar veislur.
Innihald:
400 g rjómaostur
100 g sýrður rjómi
1 msk. pitsukrydd
1 dl pitsusósa
1 dl sveppir, smátt skornir
1 græn paprika, smátt söxuð
80 g pepperoni, smátt skorið
4 hvítlauksrif, marin
2-3 dl rifinn ostur
fersk basilíka, til skrauts
Aðferð:
Hitið ofninn í 200 gráður. Hrærið pitsukryddinu saman við rjómaostinn og sýrða rjómann og smyrjið í botninn á eldföstu móti. Setjið pitsusósuna þar ofan á, 1 dl af rifnum osti og síðan sveppi. Dreifið loks papriku og pepperoni yfir, hvítlauk og afganginum af rifna ostinum. Bakið í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er orðinn sjóðandi heitur.