Ofnbökuð fajitas veisla

Ekkert smá girnilegt og smart.
Ekkert smá girnilegt og smart. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt útbjó mexíkóska veislu á dögunum þar sem hún bauð upp á pönnukökur með dásamlegri fyllingu.

Mexíkókrydd


1 msk chiliduft
1/2 msk paprikuduft
1/2 tsk laukduft
1/4 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk cumin
1/8 tsk cayenne pipar
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
1/2 msk sterkja (t.d. hveiti)

Fajitas

2 laukar, skornir í sneiðar
2 grænar paprikur, skornar í strimla
1 rauð paprika, skorin í strimla
500 g kjúklingabringur, skornar í litla bita
2 msk grænmetisolía
1/2 lime
8 tortillur

<ol> <li>Blandið öllum hráefnunum fyrir mexíkókryddið saman í skál og geymið.</li> <li>Látið grænmetið og kjúklinginn í ofnfast mót og hellið mexíkókryddinu yfir og hellið síðan olíunni yfir allt og blandið öllu vel saman.</li> <li>Bakið í 200°c heitum ofni í 30 – 35 mínútur og hrærið af og til í blöndunni. Þegar þetta er tilbúið takið úr ofninum og kreistið safa úr hálfri lime yfir allt.</li> <li>Berið fram með t.d. rifnum osti, salsa, guagamole, kóríander og eða því sem hugurinn girnist.</li> </ol>
Súpergirnilegt.
Súpergirnilegt. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert