Það er fátt dásamlegra en að koma heim til sín á föstudögum og elda dásamlegan mat. Dröfn Vilhjálmsdóttir matarbloggari á Eldhússögum matreiddi þennan kjúkling á dögunum.
Ofn hitaður í 200 gráður. Kjúklingur og laukur er steiktur á pönnu þar til kjúklingurinn hefur tekið lit, þá er kryddað með hvítlaukskryddi, burrito-kryddi og salti og pipar ásamt kjúklingakrafti.
Því næst er tómötum í dós bætt út á pönnuna og leyft að malla í nokkrar mínútur. Á meðan er philadelphia rjómaostur og sýrður rjómi settur í pott og brætt við vægan hita og sett svo til hliðar.
Nú er kjúklingurinn veiddur af pönnunni og skipt á milli tortillanna (gott að nota gataspaða og skilja eftir mesta vökvann á pönnunni). Því næst er rifna ostinum úr öðrum pokanum dreift yfir kjúklinginn. Þá er tortillunum rúllað upp og þeim raðað í eldfast mót. Salsa sósunni er nú bætt út á pönnuna og leyft að malla í stutta stund og þannig blandað saman við sósuna sem var skilin eftir á pönnunni. Kryddað eftir smekk ef með þarf.
Að lokum er rjómaostasósunni dreift yfir tortillurnar, þá salsa sósunni og að síðustu er rifna ostinum úr seinni pokanum dreift yfir. Bakað í ofni við 200 gráður í 15-20 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit. Borið fram með fersku salati, sýrðum rjóma og
<a href="http://eldhussogur.com/2012/08/18/guacamole/">guacamole.</a> <a href="http://eldhussogur.files.wordpress.com/2014/04/img_5473.jpg"><img alt="IMG_5473" class="aligncenter size-full wp-image-6875" height="389" src="http://eldhussogur.files.wordpress.com/2014/04/img_5473.jpg?w=584&h=389" width="584"/></a>