Morgunmatur að hætti Gwyneth Paltrow

Gwyneth Paltrow sendi á dögunum frá sér nýja uppskriftabók.
Gwyneth Paltrow sendi á dögunum frá sér nýja uppskriftabók. Skjáskot Amazon.com

Gwyneth Paltrow er annt um heilsuna og lætur því ekki hvað sem er ofan í sig. Á dögunum gaf leikkonan út uppskriftabók sem er stútfull af girnilegum og einföldum uppskriftum fyrir þá sem hafa lítinn tíma fyrir eldamennsku, en vilja þó gera vel við sig.

Acai-skálar fyrir tvo

  • 2 tsk. kókosolía
  • 4 msk. kókosflögur
  • 200 g frosin acai-ber
  • 2 bananar
  • 4 msk. hrísgrjónamjólk
  • 2 Medjool-döðlur, steinhreinsaðar
  • 2 msk. möndlusmjör
  • 2 msk. chia-fræ
  • 4 msk. glútenlaust granóla
  • 4 tsk. þurrkuð goji-ber

Bræðið kókosolíuna á pönnu og ristið kókosflögurnar í tvær til þrjár mínútur, þar til þær fara að taka lit. Setjið kókosflögurnar á disk og látið kólna. Skellið acai-berjunum, bönunum, hrísgrjónamjólk, döðlum og möndlusmjöri í blandara og blandið þar til kekkjalaust. Skiptið þessu í tvær skálar og skreytið með chia-fræjunum, goji-berjum, granóla og ristuðu kókosflögunum.

Fleiri girnilega uppskriftir leikkonunnar má nálgast á vef SELF.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert