Nói með nýtt lakkrís góðgæti

Kókosperlurnar vinsælu hafa eignast systur en í dag koma karamelluperlur …
Kókosperlurnar vinsælu hafa eignast systur en í dag koma karamelluperlur á markað. mbl

Sæl­gæt­is­fram­leiðand­inn Nói Sírus er iðinn við að leita uppi nýj­ar hug­mynd­ir að góm­sætu sæl­gæti. Nýj­asta var­an, kara­mellu­perl­ur fer í sölu í dag.

„Perlurn­ar er sam­sett­ar úr kara­mellusúkkulaði með lakk­rís- og kara­mellu­fyll­ingu. Við gáf­um okk­ur mik­inn tíma í að finna hina full­komnu kara­mellu­freist­ingu, sem okk­ur tókst svo sann­ar­lega vel til," seg­ir Silja Mist Sig­ur­karls­dótt­ir, vörumerkja­stjóri hjá Nóa Síríus.

Lakk­rís- og piparæði

Lakk­rís er vin­sæl­asta inni­halds­efnið í sæl­gæt­is­fram­leiðslu Nóa Síríus fyr­ir utan súkkulaðið sjálft. „Við not­um lakk­rís­inn mikið til þess að koma með skemmti­leg­an blæ á sí­gild­ar vör­ur ásamt því að koma með glæ­nýj­ar vöru­teg­und­ir hugsaðar út frá lakk­rísn­um. Við höf­um nýtt okk­ur lakk­rí­sæðið með því að færa neyt­end­um hinar ýmsu sam­setn­ing­ar tengd­ar lakk­rís.“

Silja seg­ir að þó lakk­rís­inn sé gíf­ur­lega vin­sæll sé piparæði yfir land­inu. „Við tók­um meðal ann­ars okk­ar vin­sæl­ustu vöru, Nóa Kroppið, og náðum með snilld­ar­brögðum að koma með pip­ar­húðað Nóakropp sem náði slík­um vin­sæld­um að við höfðum ekki und­an að fram­leiða það. Pip­ar­kroppið náði það mikl­um hæðum að það var borið und­ir þjóðina hvort halda ætti áfram fram­leiðslu á því og setja það í fast vöru­val. Hátt í 10.000 manns kusu og var niðurstaðan af­ger­andi, pip­ar­kroppið er komið til að vera. Ann­ars er kara­mell­an að stíga stór skref í átt að okk­ar vin­sæl­asta inni­halds­efni um þess­ar mund­ir. Íslend­ing­ar eru einnig sjúk­ir í vöru sem er til­tölu­lega ný af nál­inni hjá okk­ur og það er súkkulaði með kara­mellu og sjáv­ar­salti."

<strong>7 nýjar tegundir árlega</strong>

„Við höf­um unnið stíft að því að færa ís­lensku þjóðinni alls kyns nýj­ar kræs­ing­ar á hverju ári en að meðaltali erum við að koma með 7 nýj­ar vör­ur á ári. Það þarf að vanda vel til verka þegar kem­ur að nýj­um vöru­teg­und­um og því höf­um við sett sam­an sterkt vöruþró­un­art­eymi sem yf­ir­fer allt vel og vand­lega. Þetta tek­ur tíma og þol­in­mæði. Ég er núna að leggja niður plan að öll­um þeim nýju vöru­teg­und­um sem munu líta dags­ins ljós árið 2017," seg­ir Silja og viður­kenn­ir að hún sé ansi oft óþreyju­full í biðinni eft­ir nýju vör­un­um.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir.
Silja Mist Sig­ur­karls­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert