Nói með nýtt lakkrís góðgæti

Kókosperlurnar vinsælu hafa eignast systur en í dag koma karamelluperlur …
Kókosperlurnar vinsælu hafa eignast systur en í dag koma karamelluperlur á markað. mbl

Sælgætisframleiðandinn Nói Sírus er iðinn við að leita uppi nýjar hugmyndir að gómsætu sælgæti. Nýjasta varan, karamelluperlur fer í sölu í dag.

„Perlurnar er samsettar úr karamellusúkkulaði með lakkrís- og karamellufyllingu. Við gáfum okkur mikinn tíma í að finna hina fullkomnu karamellufreistingu, sem okkur tókst svo sannarlega vel til," segir Silja Mist Sigurkarlsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus.

Lakkrís- og piparæði

Lakkrís er vinsælasta innihaldsefnið í sælgætisframleiðslu Nóa Síríus fyrir utan súkkulaðið sjálft. „Við notum lakkrísinn mikið til þess að koma með skemmtilegan blæ á sígildar vörur ásamt því að koma með glænýjar vörutegundir hugsaðar út frá lakkrísnum. Við höfum nýtt okkur lakkrísæðið með því að færa neytendum hinar ýmsu samsetningar tengdar lakkrís.“

Silja segir að þó lakkrísinn sé gífurlega vinsæll sé piparæði yfir landinu. „Við tókum meðal annars okkar vinsælustu vöru, Nóa Kroppið, og náðum með snilldarbrögðum að koma með piparhúðað Nóakropp sem náði slíkum vinsældum að við höfðum ekki undan að framleiða það. Piparkroppið náði það miklum hæðum að það var borið undir þjóðina hvort halda ætti áfram framleiðslu á því og setja það í fast vöruval. Hátt í 10.000 manns kusu og var niðurstaðan afgerandi, piparkroppið er komið til að vera. Annars er karamellan að stíga stór skref í átt að okkar vinsælasta innihaldsefni um þessar mundir. Íslendingar eru einnig sjúkir í vöru sem er tiltölulega ný af nálinni hjá okkur og það er súkkulaði með karamellu og sjávarsalti."

<strong>7 nýjar tegundir árlega</strong>

„Við höfum unnið stíft að því að færa íslensku þjóðinni alls kyns nýjar kræsingar á hverju ári en að meðaltali erum við að koma með 7 nýjar vörur á ári. Það þarf að vanda vel til verka þegar kemur að nýjum vörutegundum og því höfum við sett saman sterkt vöruþróunarteymi sem yfirfer allt vel og vandlega. Þetta tekur tíma og þolinmæði. Ég er núna að leggja niður plan að öllum þeim nýju vörutegundum sem munu líta dagsins ljós árið 2017," segir Silja og viðurkennir að hún sé ansi oft óþreyjufull í biðinni eftir nýju vörunum.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert