Gunnar Karl nælir í Michelin-stjörnu

Gunnar Karl er oftast kenndur viðDill en hann hefur komið …
Gunnar Karl er oftast kenndur viðDill en hann hefur komið að opnun fjölda veitingahúsa. Þórður Arnar Þórðarson

Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður oft kenndur við veitingahúsið Dill, flutti í byrjun árs til New York til þess að opna nýnorræna veitingastaðinn Agern ásamt danska athafna- og sjónvarpsmanninum Claus Meyer.

Fyrr í kvöld lak út listinn yfir þau veitingahús í New York sem hljóta eða viðhalda Michelin-stjörnu en stjörnurnar eru ein æðsta viðurkenning sem veitingahúsi getur hlotnast. Vefsíðan Eater New York lak listanum en gefnar eru 1-3 stjörnur eftir gæðum en aðeins þrjár borgir í Bandaríkjunum eru teknar fyrir í Michelin-bókinni ár hvert. Stjarnan góða hefur því mikil áhrif á eftirspurn eftir veitingahúsum og starfsfólk staðarins hlotnast því um leið mikill heiður. 

Agern hlýtur eina stjörnu og er einn af 11 nýjum veitingahúsum á listanum í ár. 

Það verður að teljast mikill sigur að opna veitingahús í stórborg eins og New York og ná á skömmum tíma að fanga bæði athygli og lof fjölmiðla á borð við New York Times og NBC og nú rósina í hnappagatið, athygli og lof Michelin-gagrýnenda.

Agern er hluti af 460 fermetra matarmarkað í Grand Central …
Agern er hluti af 460 fermetra matarmarkað í Grand Central Terminal. Eater NY
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert