Jólabjórdagatal í takmörkuðu upplagi

Jóladagatalið er í mjög takmörkuðu upplagi og kostar 7990 krónur.
Jóladagatalið er í mjög takmörkuðu upplagi og kostar 7990 krónur.

Vinsælt hefur verið síðustu ár að búa til svokölluð bjórjóladagatöl með því að kaupa bjóra og föndra dagatal með einum mjöð fyrir hvern dag. Vífilfell útbjó því í fyrra 10 Thule-bjórdagatöl sem gefin voru á vegum fyrirtækisins í kynningarskyni. Eftirspurnin eftir dagatölunum var gífurleg og því var ákveðið að sérhanna pakkningar í ár og útbúa dagatöl og selja hér á landi.

Pakkningarnar eru sérframleiddar fyrir íslenskan markað og við handpökkum þessu hér. Dagatalið er því ekki því ekki fáanlegt með sama sniði annarstaðar. Þetta er í raun töluvert föndur að setja þetta saman, “ segir Hilmar Geirsson vörumerkjastjóri hjá Vífilfell. Dagatölin koma í takmörkuðu magni en um 400 stykki fara í sölu en hvert og eitt inniheldur 24 dósir af Thule.

Aðspurður um hvort auðvelt sé að svindla á dögum og taka forskot á sæluna segir Hilmar ansi augljós ef eigi að svindla. „Hver bjór er hólfaður sérstaklega af svo það kemst mjög fljótt upp um fólk ef það reynir að svindla,“ segir Hilmar en dagatölin fóru í sölu í morgun.  

Hilmar Geirsson vörumerkjastjóri hjá Vífilfell segir jóladagatalið vera mikið föndur
Hilmar Geirsson vörumerkjastjóri hjá Vífilfell segir jóladagatalið vera mikið föndur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert