Girnilegt guaqamole

Skelina utan af avókadóinu má jafnvel nota sem litlar skálar …
Skelina utan af avókadóinu má jafnvel nota sem litlar skálar undir guaqamole-ið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guaqamole (þykk sósa úr avókadó) er ómissandi með mexíkóskum mat. Ég læt uppskriftina svolítið stjórnast af gæðum avókadósins. Ef það er ekkert sérstaklega ferskt eða ég á ekki til nægilega mikið af því bæti ég við sýrðum rjóma. Mestu máli skiptir að velja avókadóin vel. Sjá leiðbeiningar hér.

2-3 væn og fullkomlega þroskuð avókadó
4 msk sýrður rjómi, másleppa 
1 dl saxað kóríander
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk límónusafi 
salt og pipar eftir smekk 

Stappið avókadóið eða notið töfrasprota til að fá það silkimjúkt.
Bæti sýrða rjómanum við.
Því næst fer restin af innihaldsefnunum saman við.
Hrærið vel og þá er hamingjan tilbúin.

Ábending. Límónusafinn kemur í veg fyrir að blandan verði fljótt brún en ef geyma á hana er best að gera það í lofttæmdum umbúðum og hræra upp í henni fyrir notkun.

Ef hugmyndin er að flippa smá má gjarnan bæta við einhverju af eftirfarandi:

1/2 chilialdin, smátt skorið og fræhreinsað
1/2 appelsína, skorin í litla bita
6-8 Piccolo tómatar, smátt skornir 
1/2 rauðlaukur, smáttskorinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka