Leifur opnar veitingahús úti á Granda

Leifur Kolbeinsson rekur meðal annars Kolabrautina í Hörpu.
Leifur Kolbeinsson rekur meðal annars Kolabrautina í Hörpu. Ómar Óskarsson

Nýtt veitingahús mun opna í Marshallhúsinu eftir áramót. Reksturinn verður í höndum Leifs Kolbeinsson oft kenndur við La Primavera. Leifur hefur gefið út matreiðslubækur, rak um árabil eitt vinsælasta veitingahús landsins La Primavera og stýrir öllum veitingarekstri í Hörpunni ásamt og Jóhannesi Stefánssyni betur þekktur sem Jói í Múlakaffi.

Marshallhúsið er stór og glæsileg bygging.
Marshallhúsið er stór og glæsileg bygging. Árni Sæberg

Veitingahúsið nýja verður staðsett í mekka lista- og matarmenningar út á Granda en í Marshallhúsinu verður listin allsráðandi. Ný­l­ista­safnið og Kling og Bang fá síðan sitt­hvora hæðina til umráða þar sem sett­ar verða upp fjöl­breyti­leg­ar sýn­ing­ar. Ólafur Elíasson hefur tekið á leigu heila hæð undir sína starfsemi. Ekki fæst gefið upp að sinni hvaða áherslur verða á veitingahúsinu en veðja mætti á að fiskur verði þar í stóru hlutverki enda stutt að sækja ferskan fisk. Heimildir Matarvefsins herma að mikil vinna fari í hvert einasta smáatriði og veitingahúsið verði hið glæsilegasta en það verðust staðsett á neðstu hæð hússins.

Veitingahús Leifs verður skemmtileg viðbót í matamenningu Grandans en nú þegar er þar að finna ísbúð, kökusjoppu, kjötbúð, ostabúð, veitingahúsið Coocoo‘s Nest, veitingahúsið Bergson REY, Kaffivagninn, Bryggjan Brugghús og japanska tehúsið Kumiko.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert