Klassískir vanilukransar Sirrýar

Vanillukransar eru klassískt og fallegt jólagóðgæti.
Vanillukransar eru klassískt og fallegt jólagóðgæti. Árni Sæberg

„Ég baka alltaf vanillukransa fyrir jólin, elska þetta smjör-vanillubragð. Mér finnst þær líka fallegar og jólalegar,“ segir Sigríður Björk Bragadóttir eigandi Salt-eldhús. Sirrý eins og hún er kölluð er mikil stemmingarkona og því eru jólin tekin með trompi á hennar heimili.

„Mamma gerði þær fyrir hver jól, þetta er hennar uppskrift, og mitt hlutverk í jólabakstrinum, þegar ég var lítil, var meðal annars að taka á móti lengjunum sem sprautuðust út úr vélinni, mjög mikilvægt fannst mér. Ég nota hakkavélina sem mamma átti, það tilheyrir og er hluti af stemmingunni. Nú er bara að grafa upp hakkavél hjá afa eða ömmu eða jafnvel gamalli frænku og gera þessar ómótstæðilegu og hefðbundnu kökur.“

Sirrý notar hakkavél til að ná fallegri áferð á kransana.
Sirrý notar hakkavél til að ná fallegri áferð á kransana. Árni Sæberg

Vanillukransar – 80 stk.

250 g hveiti
125 g flórsykur
100 g möndlur, malaðar fínt
1 vanillustöng
2-3 tsk. vanillusykur
250 g kalt smjör, skorið í litla bita

Hitið ofninn í 185°C.
Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið kornin innan úr.
Blandið saman hveiti, flórsykri, möluðum möndlum, kornum úr vanillustöng og vanillusykri.
Myljið smjörið saman við deigið með höndunum eða í hrærivél með hrærara.
Hnoðið deigið þar til það er sprungulaust, kælið.
Leggið bökunarpappír á tvær bökunarplötur.
Sprautið lengjur með stjörnumynstrinu á hakkavélinni og skerið eða klípið það í lengjur.
Formið kransa og raðið á bökunarplötuna, þær renna nær ekkert út þannig að það má raða nokkuð þétt.

Bakið í 8 mín. eða þar til fallega gullnar á litinn.

Gylltir og guðdómlegir.
Gylltir og guðdómlegir. Árni Sæberg
Sirrý eigandi Salt-eldhúss bauð upp á jólanámskeið í huggulegheitum en …
Sirrý eigandi Salt-eldhúss bauð upp á jólanámskeið í huggulegheitum en það seldist upp á það á mettíma. Óli Maggi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka