Veganistur fara hamförum í jólabakstri! Nú eru það vegan-súkkulaðibitasmákökur.
„Smákökur eru stór hluti af jólunum hjá öllum Íslendingum. Á öllum heimilum eru bakaðar smákökur fyrir jólin og allir eiga sína uppáhaldssort. Við bökuðum alltaf fullt af jólasmákökum heima þegar ég var yngri. Prófuðum alls konar uppskriftir, góðar og ekki jafngóðar. Þó voru súkkulaðibitakökur alltaf uppáhald allra.
Súkkulaðibitakökur eru virkilega einfaldar í bakstri og alltaf jafnvinsælar hjá stórum sem smáum. Að gera vegan-útgáfu af þessum gömlu góðu kökum var alls ekki erfitt. Ef eitthvað er þá er vegan-uppskriftin auðveldari en sú upprunalega.
Nú þegar fyrsti í aðventu er liðinn getur fólk með góðri samvisku farið á fullt í bakstur og borðað allt það góðgæti sem hugurinn girnist. Það er alla vega það sem ég geri á aðventunni, á sama tíma og ég plana alla þá hollustu sem ég ætla að demba mér í, í janúar...“
Hráefni:
Aðferð:
Njótið vel
-Júlía Sif