Linda Björk Ingimarsdóttir, grunnskólakennari, þriggja drengja móðir og matarbloggari á eatrvk.com er mikil afrekskona í eldhúsinu. Hún býr gjarnan til tækifæris- og jólagjafir handa vinum og ættingjum. Næstu daga mun hún deila með okkur hugmyndum af góðum heimalöguðum jólagjöfum úr eldhúsinu. Fyrst eru það súkkulaði-snjóboltar sem bráðna í munni!
Snjóboltar með hvítu súkkulaði og appelsínu
Þetta eru klassískar smákökur sem eru dýrðlegar með kampavíni, kaffi eða góðum bolla af kakói. Þær eru svo skemmtilegar því grunnurinn er auðveldur og hægt er að breyta hvað er sett í þær. Mér finnst þessar sérstaklega góðar með hvítu súkkulaði og appelsínu. Verður það eitthvað jólalegra?
Hitið ofninn í 180 gráður.
Setjið smjörið, kókos-, möndlu- eða vanilludropana og flórsykur í hrærivélarskál og látið blandast vel saman, eða þar til blandan verður létt og ljós.
Bætið hveitinu og saltinu saman við og hrærið vel saman.
Bætið súkkulaðidropum í deigið og blandið saman með sleif.
Mótið eina msk af deigi í kúlu og setjið á smjörpappír.
Bakið í 10-15 mínútur eða þar til botninn er orðinn örlítið gylltur.
Látið kökurnar kólna og veltið svo upp úr flórsykri, ég velti þeim alltaf aftur rétt áður en þær eru bornar fram.
*Ef ekki eru til appelsínudropar má skipta þeim út fyrir möndludropa eða vanilludropa.