Íslensk viskastykki slá í gegn

Tryknesk handklæði enduðu sem borðdúkar, teppi, klútar og viskastykki.
Tryknesk handklæði enduðu sem borðdúkar, teppi, klútar og viskastykki.
Olla Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir eru konurnar á bak við TAKK home, íslenska heimilislínu sem slegið hefur í gegn. Olla vann lengi vel á fyrir French Connection í London og síðar á auglýsingastofunni EnnEmm en Dröfn hjá verkfræðistofunni VSÓ.
„Við kynntum okkar fyrstu vörur, tyrknesk handklæði, í sumar á þessu ári. Við vissum ekki við hverju við máttum búast þegar við byrjuðum, enda hafa tyrknesk handklæði ekki verið mjög algeng á íslenskum heimilum. Það er kannski að breytast núna því viðtökurnar hafa verið virkilega góðar. Fólk er almennt mjög ánægt og áhugasamt að prófa. Það gefur okkur styrk í að halda áfram," segir Dröfn en handklæðin koma í tveimur stærðum og þykktum og eru gjarnan notuð sem viskastykki eða eða borðdúk. Allir helstu fagurkerar landsins virðast eiga vörur frá TAKK en instagram hreinlega iðar af tyrkneskri gleði.

Olla og Dröf kynntumst í gegnum sameiginlega vini árið 2006 …
Olla og Dröf kynntumst í gegnum sameiginlega vini árið 2006 þegar Olla flutti heim frá London á Þingholtsstrætið, sömu götu og Dröfn bjó í á þeim tíma Við urðum strax nánar vinkonur og höfðum báðar þann draum að stofna okkar eigið fyrirtæki.
„Það sem er líka svo sniðugt við þessar vörur, bæði handklæðin og teppin, er að það er hægt að nota þau á svo marga vegu, t.d. sem hálsklút, ungbarnateppi eða borðdúk. Það er mjög gaman að heyra frá fólki hvernig það notar vörurnar. Fyrir utan hvað handklæðin eru falleg inn á bað, þá eru þau afar hentug til að taka með sér í sund, ræktina og á ströndina. eða í ferðalagið því þau eru svo létt og fyrirferðalítil.," segir Dröfn en nú fyrir jól kynntu þær stöllur nýja vöru. „Nýlega kynntum við einnig teppi eða rúmteppi sem koma í 3 litum, við höfum einnig fengið gríðarlega góð viðbrögð við þeim.“
 
Dröfn segir það vera á dagskrá að auka við vöruúrvalið. „Við viljum gera þetta vel og ekki flýta okkur. Vanda til verka því við teljum að það skili sér í meiri gæðum. Svo aldrei að vita hvað verður á nýju ári. “
Rúmteppin eru nýjasta viðbót í vöruúrvalið hjá TAKK.
Rúmteppin eru nýjasta viðbót í vöruúrvalið hjá TAKK.
Litlu handklæðin eru vinsæl sem viskastykki eða hand-handklæði.
Litlu handklæðin eru vinsæl sem viskastykki eða hand-handklæði.
Bleikt rúmteppi er ákaflega rómantískt en það má vel nota …
Bleikt rúmteppi er ákaflega rómantískt en það má vel nota teppið sem dúk þegar mikið liggur við.
Viskustykki, hálsklútur eða ungbarnateppi!
Viskustykki, hálsklútur eða ungbarnateppi!
Handklæði, teppi eða dúkur!
Handklæði, teppi eða dúkur!
Vörurnar frá Takk fást í öllum helstu hönnunarverslunum landsins og …
Vörurnar frá Takk fást í öllum helstu hönnunarverslunum landsins og renna út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka