Morgunverðar quasadillas

Eggja-qusadillas eru holl og nætingarrík byrjun á deginum.
Eggja-qusadillas eru holl og nætingarrík byrjun á deginum.

Það er notalegt að gefa sér stundum góðan tíma á morgnanna og útbúa morgunmat. Ekki er verra ef hann geymist vel líkt og þessar eggjaköku-quasadillas sem til valið er að kippa með í nesti og borða kaldar yfir daginn. Þessar kökur eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili en oft er notað það sem til er í ísskápnum í þær. Ef við borðum þær í hádegis- eða kvöldverð er salsasósu, sýrðum rjóma og salati gjarnan bætt við. Veganistar geta vel notað veganost og sleppt eggjunum en notað baunablöndu eða bætt fersku avócadó við í kökurnar.

2 msk smjör eða olía
1/2 bolli rauð paprika
2 msk skarlottlaukur 
1/2 bolli skinka, gular baunir eða nýrnabaunir
1/2 bolli ferskt kóríander, saxað 
2 egg
Salt og ný malaður pipar 
1/4 tsk chillíflögur, malaðar, ef vill (ég nota chillí explosion blöndu í kvörn)
2 heilhveiti tortillur
1/2 bolli rifinn ostur 
1 avocadó, í sneiðum 

Bræðið smjörið á pönnu.
Steikið laukinn og paprikuna uns mjúkt.
Hrærið eggin með písk og bætið salt, pipar, kóríander og chillíflögum við.
Bætið því næst skinkunni eða baunum við blönduna og hellið út á pönnuna með lauknum og paprikunni.
Hrærið og steikið á miðlungs hita uns eggin eru tilbúin.
Setjið eggin í skál og skolið pönnuna.
Setjið 1 msk af smjöri á pönnuna og látið bráðna á miðlungs hita.
Setjið tortillaköku á pönnuna.
Setjið ost í kökuna og látið bráðna lítillega.
Því næst fer eggjablandan, restin af ostinum ofan á og svo er lokað með annarri tortillaköku.
Steikið þar til kakan fer að gyllast og osturinn að bráðna.
Snúið þá við kökusamlokunni við með breiðum spaða.
Skerið kökuna í fernt með pitsuskera.
Berið fram með fersku avócadó í sneiðum.
Kökurnar eru líka mjög góðar kaldar og því tilvalið að kippa þeim með í nesti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert