Jólabjórinn enn á útsölu en þorrabjórinn væntanlegur

Um 8000 lítrar eru eftir af jólabjór í Vínbúðum landsins …
Um 8000 lítrar eru eftir af jólabjór í Vínbúðum landsins en það er þó ívið minna en síðustu ár. Valdís Þórðardóttir

Mikla athygli vakti þegar Vífilfell ákvað að setja jólabjórinn á útsölu til að koma í veg fyrir förgun á honum en óheimilt er að selja jólabjór að janúar loknum. Vel hefur gengið á jólabjórinn í verslunum Vínbúðarinnar en sem dæmi má nefna eru aðeins 23 dósir eftir af 330 ml. Thule jólabjór frá Coca-Cola Ísland ehf. og 72 stk af 330 ml. Jólagull frá Ölgerðinni.
Ölgerðin ákvað að lækka ekki jólabjórinn frá sér í verði og er því töluverður verðmunum á fyrrnefndum dósum eða 90 krónur.

„Mjög lítið er eftir af jólabjór í heildina er áætlað að það séu í dag um 8 þús. lítrar. Þar af eru sirka 6.400 lítrar innlendur bjór,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar. 

„Alls hafa selst 756 þúsund lítrar af jólabjór sem er svipað og í fyrra en þá var salan á 753,8 þús. lítrar. Jólabjór verður fáanlegur í Vínbúðum út janúar þótt formlegu sölutímabili hafi lokið um síðustu helgi. Aðspurð um hvort það sé óvenjulítið segir Sigrún svo ekki vera en þó séu tölurnar ekki fullnægjandi fyrr en bjórinn er farin úr sölu. 

Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar hefur í nægu að snúast …
Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar hefur í nægu að snúast en 13 tegundir af Þorrabjór koma í sölu 19. janúar. Aðsend mynd

Aðspurð um hvað henni finnist um þá aðgerð að veita afslátt af jólabjórnum svarar hún „að lækka verð til dæmis í lok sölutímabils á vörum sem eru boðnar til sölu í takmarkaðan tíma er leið sem getur stuðlar að minni sóun sem hlýtur að vera hagkvæmt fyrir alla.  Almennt er það þannig að eftirspurn eftir tímabilsvörum eins og jólabjór dettur niður strax í janúar. Þetta er því leið sem getur komið í veg fyrir að það þurfi að skila óseldu magn," svarar Sigrún en það er ekki nema nokkrir dagar í næsta bjórþema en þorrabjórinn kemur í sölu 19. janúar og mun standa til 18. febrúar. Von er á 13 tegundum og því þurfa bjóráhugamenn ekki að örvænta þó jólabjórinn hverfi á braut. 

Hægt er að fletta upp birgðarstöðunni á einstaka tegundum á …
Hægt er að fletta upp birgðarstöðunni á einstaka tegundum á vefsíðu Vínbúðarinnar, skjáskot vinbudin.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert