Tobba Marinósdóttir
Þetta bananabrauð hefur verið mest lesna uppskriftin á uppskriftasíðunni Eatrvk.com frá upphafi. Það er ein ástæða fyrir því – það er stórkostlega gott og án viðbætts sykurs eða óhollustu. Best er að nota vel þroskaða og helst brúna banana í brauðið. Það má jafnvel nota frosna banana, bara þíða þá fyrst.
Besta bananabrauðið
Einfalt, hollt og gott!
1,5 bollar fínmalað spelt eða heilhveiti
1/2 bolli haframjöl
2 tsk. kanill
1/2 tsk. salt
1 tsk. matasódi
2 tsk. lyftiduft
2 msk. kókosolía
3 vel þroskaðir bananar
10 mjúkar döðlur vel saxaðar (látið liggja í bleyti ef þarf)
1 stórt egg
Leiðbeiningar
Blandið öllum þurrefnunum saman í skál.
Stappið bananana vel og hrærið út í með gaffli ásamt egginu, olíunni og döðlunum.
Hrærið vel saman með gafflinum til að brauðið fái létta áferð.
Smyrjið jólakökuform vel að innan með kókosolíu.
Bakið í miðjum ofninum í 30 mínútur á 180°C.