Ólöglega djúsí Eðlu-pítsa

Haldið ykkur fast – nú er þetta komið í efsta …
Haldið ykkur fast – nú er þetta komið í efsta stig. Við kynnum Eðlu-pítsuna miklu. Tobba Marinós/mbl.

Hver man ekki eftir hinni vinsælu Eðlu sem gerði allt vitlaust árið 2015 og var án efa uppskrift ársins? Eðlan er fyrir þá sem ekki vita geðþekk ídýfa sem hituð er í ofni en uppistaðan er salsasósa, rjómaostur og rifinn ostur. Nachos-flögur leika einnig stórt hlutverk þar sem þær eru ómissandi hluti af réttinum og eru notaðar til að skófla herlegheitunum upp í sig. Þeir allra hörðustu hafa jafnvel tekið Eðluna upp á næsta stig og notað nautahakk í réttinn. En haldið ykkur fast – nú er þetta komið í efsta stig. Við kynnum Eðlu-pítsuna miklu. 

Ekkert að þessu!
Ekkert að þessu! Kristinn Magnússon

Pítsadeig í 12 tommu pítsu (hægt að kaupa heilhveitideig útflatt á bökunarpappír)
2 kjúklingabringur
1 lítil krukka salsasósa
1/3 laukur, í strimlum 
1/3 paprika (þinn uppáhaldslitur), skorin í strimla 
150-200 g rifinn ostur
150 g rjómaostur
chillíkrydd í kvörn, t.d. frá Santa Maria 
Taco-kryddblanda
Olía til steikingar
Ferskt kóríander
Nachos
1 Avókadó 
Límóna

Hitið ofninn í 180 gráður.

Skerið kjúklingabringurnar í strimla og steikið á pönnu.
Kryddið kjúklinginn með taco-kryddinu.
Setjið kjúklinginn til hliðar og steikið laukinn og paprikuna á sömu pönnu (ekki þrífa á milli.)
Fletjið út deigið ef það var ekki keypt útflatt.
Hellið salsa-sósunni á botninn og dreifið vel úr.
Dreifið kjúklingnum og grænmetinu á botninn.
Setjið rjómaostklessur á víð og dreif.
Þekið að lokum með rifnum osti.
Bakið við 180 gráður í 15-17 mínútur.

Stráið fersku kóríander, nachos og avókadó-sneiðum yfir. Ekki er verra að kreista smá límónusafa yfir.

Ferskt avókadó og límónusafi gera pítsuna ferska.
Ferskt avókadó og límónusafi gera pítsuna ferska. Tobba Marinós/mbl.is
Íslenskt kóríander var ákaflega álitlegt í búðum í dag.
Íslenskt kóríander var ákaflega álitlegt í búðum í dag. Tobba Marinós/mbl.is
Sneið af mexíkóskri snilld.
Sneið af mexíkóskri snilld. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert