Safaríkur engifer- og hunangskjúklingur

Hunangskjúklingurinn er einstaklega safaríkur og bragðgóður.
Hunangskjúklingurinn er einstaklega safaríkur og bragðgóður. Ljósmynd: Íris Ann Sigurðardóttir

„Hér er fljótlegur réttur og barnvænn "crowd-pleaser" eins og Kaninn myndi segja. Þess má geta að hér má vel notast við ódýrari kjúklingabita og því gæti þetta alveg verið hversdagsmatur,“ segir Héðinn Svarfdal Björnsson sem á heiðurinn af þessari uppskrift. Þetta er fyrsta uppskriftin sem við birtum úr stórkostlegu indónesísku matarboði sem Héðinn hélt fyrir skemmstu. 

Tími:
Tekur bara smástund að græja marineringu, en svo þarf að geyma í fáeinar klst. í kæli og eldunin sjálf tekur 30 (+) mín. í ofni.

Hráefni:
miðað við að hafa sem aðalrétt f. 4-6

1 bolli af hunangi (ég veit – og það má alveg nota lítinn bolla!)
¾ bolli sojasósa
¼ bolli saxaður hvítlaukur (8-12 geirar)
½ bolli saxað engifer
1½ kg af kjúklingabitum

Blandið saman hunangi, sojasósu, hvítlauk og engifer í potti og látið malla á lágum hita þangað til hunangið er bráðnað saman við blönduna. Setið kjúklinginn í skál eða poka og hellið sósunni yfir. Ágætt að leyfa þessu að marinerast yfir nótt.

Þegar styttist í matinn er spurning um að hita ofn upp í 180°C og elda kjúklinginn í eldföstu móti í 30 mínútur (eða lengur, ef um stærri bita er að ræða). Klassískt að meta það með því að skoða hvort það renni tær safi þegar þú skerð í lið (þ.e. á milli beina) og eins má sósan gjarnan vera orðin dökkbrún.

Héðinn Svarfdal Björnsson bjó um tíma í Kína og starfar …
Héðinn Svarfdal Björnsson bjó um tíma í Kína og starfar meðal annars sem fararstjóri svo hann þekkir vel inn á matarmenningu annarra landa. Ljósmynd: Íris Ann Sigurðardóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert