Einfaldar ger- og vatnsdeigsbolluuppskriftir

Karamellubolla með glassúr og karamellurjóma.
Karamellubolla með glassúr og karamellurjóma. noi.is

Meistarinn Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður grænn og salt deildi skotheldum uppskriftum að ger- og vatnsdeigsbollum í bollubæklingi Nóa Síríus.

Lakkrísbollunni er spáð miklum vinsældum á morgun enda má vart minnast á lakkrís nú til dags án þess að fólk falli í yfirlið.

Bragðarefsbomba sem gerir allt brjálað.
Bragðarefsbomba sem gerir allt brjálað. noi.is

Gerbollur
15-18 stk.

100 g smjör
3 dl mjólk
50 g þurrger
1 egg
75 g sykur
1 tsk. salt
500 g hveiti
1 tsk. kardimommudropar

Aðferð:

Bræðið smjör og mjólk saman. Þegar blandan er fingurvolg bætið þá þurrgerinu saman við. Setjið egg, sykur, salt og kardimommudropa saman við blönduna og hrærið. Setjið hveiti í skál, gerblönduna saman við og hnoðið lítillega. Látið deigið hefa sig í um 30-40 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð.

Mótið litlar bollur úr deiginu og setjið á ofnplötu með smjörpappír. Látið hefast í um 15 mínútur. Penslið því næst bollurnar með eggi og bakið í 225°C heitum ofni í um 7-8 mínútur.

Vatnsdeigsbollur
10-12 stk.

80 g smjör
2 dl vatn
100 g hveiti
hnífsoddur salt
2-3 egg

Aðferð:

Setjið smjör og vatn í pott og hitið þar til smjörið hefur bráðnað.

Hrærið hveitinu saman við með sleif þar til það hefur blandast vel saman. Bætið saltinu út í. Takið af hellunni og látið standa í um 15 mínútur eða þar
til það hefur kólnað.

Setjið deigið í hrærivélaskál og bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið saman. Varist að deigið verði of þunnt. Setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír með tveimur skeiðum eða sprautið í toppa með rjómasprautu.

Bakið við 200°C heitan ofn í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar. Varist að opna ofninn meðan bollurnar eru að bakast svo þær falli ekki saman.

Lakkrísbolla en henni er spáð miklum vinsældum á bolludaginn.
Lakkrísbolla en henni er spáð miklum vinsældum á bolludaginn. noi.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert