Nýtt veitingahús opnaði í Marshallhúsinu í gærkvöldi

Leifur er einn vinsælasti veitingamaður landsins og rak um árabil …
Leifur er einn vinsælasti veitingamaður landsins og rak um árabil La Primavera og rekur í dag Kolabrautina og Smurbrauðstöðina ásamt og Jó­hann­esi Stef­áns­syni bet­ur þekkt­um sem Jóa í Múlakaffi. mbl.is/Golli

Marshallhúsið stefnir í að verða ein stórkostlegasta hönnunarparadís landsins. Húsið sem opnaði formlega síðustu helgi hýsir sýningarrými Ný­l­ista­safnsins, Kling & Bang og Ólafs Elías­son­ar ásamt vinnustofum og nýju veitingahúsi í umsjón Leifs Kolbeinssonar matreiðslumeistara. Matarvefurinn kíkti í heimsókn á nýja veitingahúsið sem fengið hefur nafnið  Marshall veitingahús + bar. 

„Við leggjum áherslu á ferskan fisk og góða grænmetisrétti. Við verðum einnig með lamb og naut,“ segir Leifur sem er hvað þekktastur fyrir unaðslega ítalska matseld. Hann segist ekki hafa getað staðist það að setja einn pastarétt á seðilinn en Leifur rak lengi vel einn vinsælasta veitingastað landsins, hinn ítalska La Primavera en humarpastað þar þótti á heimsmælikvarða. „Pastarétturinn er ferskt tagliatelle með skelfiski í sósu með gerjaðri salamipylsu,“ segir Leifur en áhersla er á íslenskt hráefni svo íslenskur humar, kræklingur og hörpudiskur halda uppi þessum bragðmikla pastarétti sem mun án efa verða uppáhald margra. Leifur segir verðið á staðnum vera sanngjarnt en aðalréttir kosta frá 2.900 krónum upp í 5.220 krónur fyrir nautasteik.

Svartklauf frá Spáni er svínalæri sem skorið er þunnt og …
Svartklauf frá Spáni er svínalæri sem skorið er þunnt og borið fram sem barsnakk. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þema staðarins er þó ekki ítalskt heldur teygir anga sína út um Miðjarðarhafið en finna má rétti með spænskum og frönskum áherslum í bland við ítalska strauma. Heiðurinn af fallegri hönnun staðarins eiga arkitektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, arkitektar hjá Kurt og Pí, sem endurhönnuðu allt húsið. Til að toppa gleðina sem fylgir því að sjá autt og yfirgefið hús umbreytast í veislu fyrir öll skilningarvitin er einnig öflug „happyhour“ á barnum.  „Við erum með happyhour milli 16 og 18 alla daga nema á fimmtudögum en þá er lengri afgreiðslutími í húsinu. Við eltum því stemmninguna og höfum þá happy hour frá 18 - 21,“ segir Leifur sem er mikill stemmingsmaður eins og sést á afgreiðslutímanum.  „Allt húsið er lokað á mánudögum en þar fyrir utan er enginn formlegur afgreiðslutími. Eldhúsið er opið sirka til 22:30 á kvöldin en það fer allt eftir stemmningu. Ef það er brjálað veður og enginn í húsi lokum við og ef það er mikil stemmning höfum við opið áfram,“ segir Leifur sem stendur sjálfur vaktina í eldhúsinu með glæsibrag. 
Barinn er vígalegur en þar er gleðistund alla daga.
Barinn er vígalegur en þar er gleðistund alla daga. mbl.is/Golli
Smekkleg hönnun. Takið eftir plöntunum undir stiganum.
Smekkleg hönnun. Takið eftir plöntunum undir stiganum. mbl.is/Golli
Grillaður kolkrabbi er á matseðlinum.
Grillaður kolkrabbi er á matseðlinum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Leifur stendur sjálfur vaktina í eldhúsinu ásamt góðu fólki.
Leifur stendur sjálfur vaktina í eldhúsinu ásamt góðu fólki. mbl.is/Golli
Matseðillinn er innblásinn af Miðjarðarhafinu.
Matseðillinn er innblásinn af Miðjarðarhafinu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Leifur lét það eftir sé að halla sér stutta stund …
Leifur lét það eftir sé að halla sér stutta stund áður en opnað var fyrir fyrstu gestina. mbl.is/Golli
Það er stemmning í eldhúsinu.
Það er stemmning í eldhúsinu. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert