11.900 króna skrópgjald

„Bókunarkerfið okkar er bara fjóra mánuði fram í tímann og …
„Bókunarkerfið okkar er bara fjóra mánuði fram í tímann og er meira og minna allt uppbókað,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirmatreiðslumaður á DILL. mbl.is

Veit­ingastaður­inn DILL, fyrsti ís­lenski staður­inn til að fá Michel­in-stjörnu, er full­bókaður næstu fjóra mánuðina. „Bók­un­ar­kerfið okk­ar er bara fjóra mánuði fram í tím­ann og er meira og minna allt upp­bókað,“ seg­ir Ragn­ar Ei­ríks­son, yf­ir­mat­reiðslumaður á DILL.

Spurður um af­bók­an­ir seg­ir hann það ger­ast af og til. „Það ger­ist auðvitað, fólk er að ferðast og það get­ur lent í því að eitt­hvað kem­ur upp á og það af­bók­ar.“

DILL tók ný­verið upp nýtt bók­un­ar­kerfi að nafn­inu SUPERB og á bók­un­ar­síðunni þarf að gefa upp korta­núm­er við bók­un. Þar kem­ur fram að 11.900 kr. gjald er tekið ef ekki er mætt. Ragn­ar seg­ir þetta meira hugsað sem já­kvæða hvatn­ingu fyr­ir fólk til mæta eða muna að af­bóka.

„Þetta er bara eins og að bóka hót­el­her­bergi. Við erum ekk­ert að fara að vera eitt­hvað ótrú­lega hörð á þessu. Auðvitað get­ur alltaf eitt­hvað komið upp á og fólk kemst ekki, að sjálf­sögðu horf­um við til þess. Bók­un­ar­kerfið sem við not­um er með 30 aðra veit­ingastaði í allri Evr­ópu og af þeim hef­ur bara fimm sinn­um þurft að sækja pen­ing vegna þess að fólk mæt­ir ekki.“

Ragn­ar seg­ir þó að vin­sæld­irn­ar séu ekk­ert nýj­ar af nál­inni fyr­ir DILL. „Við vor­um í raun alltaf full­bókuð, núna erum við bara bókuð lengra fram í tím­ann. Þetta er mjög svipað og þetta var, þetta var alltaf svona, Dill-ið hef­ur ekk­ert breyst,“ seg­ir Ragn­ar að end­ingu.

Maturinn á Dill þykir ómótstæðilegur.
Mat­ur­inn á Dill þykir ómót­stæðileg­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Dill er til húsa að Hverfisgötu 12.
Dill er til húsa að Hverf­is­götu 12. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert