Heimsins besta meðlæti með kalkúni

Daginn eftir er dásamlegt að nota frauðið í morgunmat enda …
Daginn eftir er dásamlegt að nota frauðið í morgunmat enda er uppistaðan egg. mbl.is/TM

Ég er alin upp við að ekki sé kalkúnn borinn á borð án þess að maísfrauðið hennar ömmu sé með. Um er að ræða algjörlega tryllt meðlæti sem passar einnig vel með svínakjöti. Það besta er að ef svo ólíklega vill til að einhver afgangur sé má nota hann í brönsinn daginn eftir enda er uppistaðan egg! Þessa uppskrift hef ég borið á borð út um allan heim og jafnvel bandarísku vinir mínir eru farnir að elda þessa snilld á þakkargjörðardaginn en eins og frægt er, er hefð þar í landi að borða kalkún þann dag. 

P.s. Afsakaðu amma en heimurinn á skilið að þessi uppskrift sé á alnetinu!

10 egg
500 ml rjómi
2 litlar dósir maísbaunir (ég kaupi náttúrulega sætar)
1 tsk. salt 
1 msk. sykur (má sleppa) 

Hitið ofninn í 120 gráður.
Pískið eggin og rjómann létt saman. 
Látið safann renna af baununum og blandið þeim saman við ásamt saltinu og sykrinum.
Setjið herlegheitin í smurt eldfast mót og bakið við 120 gráður í 2 klst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert