Svona lítur Cafe París út eftir breytingarnar

Eigendurnir ásamt starfsfólki. Sigurgísli er hér fremstur til hægri og …
Eigendurnir ásamt starfsfólki. Sigurgísli er hér fremstur til hægri og Stefán Melsted eigandi og kokkur hliðin á honum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eitt af kenni­leit­um miðborg­ar­inn­ar, Cafe Par­ís, verður opnað á ný í dag eft­ir gagn­ger­ar end­ur­bæt­ur. Að sögn eins eig­enda staðar­ins, Sig­ur­gísla Bjarna­son­ar, er mark­miðið að færa staðinn aft­ur nær því sem hann var í upp­hafi og verður frönsk bistro-stemn­ing alls­ráðandi. Ásamt Sig­ur­gísla eru það þeir Stefán Mel­sted, Jakob Jak­obs­son og Birg­ir Bielt­vedt sem mynda eig­enda­hóp Café Par­ís. 

„Af­greiðslu­tím­inn verður lengd­ur en við mun­um opna klukk­an 7.45 á morgn­ana og hafa opið til miðnætt­is. Við skipt­um mat­seðlin­um í þrennt; morg­un­verð, há­deg­is­mat og kvöld­verð. Það er kannski stærsta áherslu­breyt­ing­in að meira er lagt upp úr matn­um, en kaffið og kök­urn­ar verða þó enn á sín­um stað,“ seg­ir Sig­ur­gísli, spurður út í helstu breyt­ing­ar.

Búið er að gjör­breyta staðnum að inn­an og skapa huggu­lega og inni­lega stemn­ingu. Staður­inn er þétt­ari auk þess sem búið er að færa eld­húsið upp þannig að það er nú öll­um sýni­legt. Eins er búið að smíða stærðar­inn­ar bar sem nýt­ur sín vel.

Það eru Ingi­björg Jóns­dótt­ir og Davíð Pitt sem eiga heiður­inn af hönn­un staðar­ins en lagt var upp með að hafa hann eins klass­ísk­an og kost­ur var. Staður­inn er mjög evr­ópsk­ur í út­liti og mikið verður lagt upp úr góðum mat og víni. Eins verður úti­svæðið, sem notið hef­ur mik­illa vin­sælda á góðviðris­dög­um, upp­fært.

Verið er að hand­mála all­ar glugga­merk­ing­ar og öll skilti inni á staðnum en það er Skilta­mál­un Reykja­vík­ur sem á heiður­inn af þeim.

Barinn er mun vígalegri en áður og hægt er að …
Bar­inn er mun víga­legri en áður og hægt er að sitja við hann. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Café París í dag eftir breytingar.
Café Par­ís í dag eft­ir breyt­ing­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Staðurinn er mjög evrópskur í útliti og mikið verður lagt …
Staður­inn er mjög evr­ópsk­ur í út­liti og mikið verður lagt upp úr góðum mat og vín­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Það eru Ingibjörg Jónsdóttir og Davíð Pitt sem eiga heiðurinn …
Það eru Ingi­björg Jóns­dótt­ir og Davíð Pitt sem eiga heiður­inn af hönn­un staðar­ins en lagt var upp með að hafa hann eins klass­ísk­an og kost­ur var. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert