Borðað í Brussel

Hversu ótrúlega sem það kann að hljóma eru franskar kartöflur …
Hversu ótrúlega sem það kann að hljóma eru franskar kartöflur upprunnar í Belgíu.

Það var vor í lofti í Brus­sel á dög­un­um þegar Al­bert Ei­ríks­son mat­gæðing­ur lenti þar í borg. Gróður­inn var far­inn að lifna við, fugl­arn­ir í óða önn að und­ir­búa hreiðrin með til­heyr­andi kór­söng og brún­in létt á mann­fólk­inu mót hækk­andi sól. Al­bert hleraði Íslend­inga bú­setta í Brus­sel um hvaða kaffi- og veit­inga­hús væru ómiss­andi.

Belg­ía er aðeins um þriðjung­ur af flat­ar­máli Íslands og at­hygli vek­ur að höfuðborg­in Brus­sel er fimmta stærsta borg lands­ins með rúm­lega 160 þúsund íbúa. Hins veg­ar búa um millj­ón manns á stór­höfuðborg­ar­svæðinu og er hún þannig séð lang­stærsta borg lands­ins.

Brus­sel er fræg mat­ar­borg og þar kenn­ir áhrifa víðs veg­ar að úr heim­in­um. Haf­andi heim­sótt Brus­sel þarf ekki að koma á óvart að 130 Michel­in-staðir eru í Belg­íu.

Flest­ir tengja kræk­ling og fransk­ar kart­öfl­ur, sem reynd­ar eru upp­haf­lega belg­ísk­ar, við Brus­sel ásamt vöffl­un­um víðfrægu sem hægt er að fá á hverju götu­horni og næst­um því óbæri­lega gott súkkulaði. Einnig er Belg­ía víðfræg fyr­ir bjór­menn­ingu, en um 180 bjór­verk­smiðjur eru í land­inu.

Al­menn­ings­sam­göng­ur í Brus­sel eru afar­auðveld­ur og þægi­leg­ur ferðamáti. Eng­ar tvær lest­ar­stöðvar í borg­inni eru eins. All­ar eru þær til fyr­ir­mynd­ar snyrti­leg­ar, skreytt­ar lista­verk­um og spiluð tónlist sem breyt­ist eft­ir því sem líður á dag­inn.

Eitt af fræg­ustu kenni­leit­um Brus­sel er Mann­eken pis, Pissustrák­ur­inn, lít­il stytta á götu­horni í miðbæn­um. Fjöld­inn all­ur af ferðamönn­um safn­ast við stytt­una á hverj­um degi til að sjá hana og mynda hana, en flest­um kem­ur á óvart hversu lít­il hún er. Það sem fæst­ir ferðamenn vita er að í Brus­sel er líka Jann­eke pis, pissu­stelpa sem er gam­an að skoða.

Ekki síðra og öllu stærra er lista­verkið Atomi­um, sem gnæf­ir yfir og sést víða að. Það er í Heysel, var hannað af André Waterceyn og reist fyr­ir heims­sýn­ing­una árið 1958. Lista­verkið mynd­ar lík­an af einni grunn­ein­ingu járnkrist­alls.

Kræk­ling­ur og fransk­ar kart­öfl­ur

Belg­ar eru, eins og við Íslend­ing­ar, stolt­ir af sög­unni. Má þar nefna að nokkr­ar af þekkt­ustu teikni­mynda­sög­un­um eru frá Belg­íu, t.d. Lukku-Láki, Tinni, Strump­arn­ir, Sval­ur og Val­ur, Viggó viðutan og Axel.

Hversu ótrú­lega sem það kann að hljóma eru fransk­ar kart­öfl­ur upp­runn­ar í Belg­íu. Saga þeirra nær ald­ir aft­ur í tím­ann. Vitað er að Thom­as Jef­fer­son, for­seti Banda­ríkj­anna, bauð upp á það sem um hálfri öld síðar var farið að kalla fransk­ar kart­öfl­ur, í veislu í byrj­un 19. ald­ar. Al­vöru fransk­ar kart­öfl­ur eru sann­kallað lostæti og eru seld­ar í litl­um götu­veit­inga­hús­um í bréf­pok­um sem fólk svo ým­ist sest niður með eða borðar á göng­unni. Það er ekki sama hvernig kart­öfl­urn­ar eru mat­reidd­ar. Þær þarf að tvísteikja upp úr nautafitu og kæla á milli. Hita­stigið á fyrri steik­ing­unni má ekki vera of hátt, þær á að steikja við 160 gráður í þrjár mín­út­ur en við meiri hita í seinna skiptið og skemmri tíma.

Bjór­inn, unaðsleg­ar vöffl­ur og súkkulaðið

Belg­ísk­ur bjór er mörg­um vel kunn­ur. Löng hefð er fyr­ir bjór­brugg­un og Belg­ar eru upp með sér af bjór sín­um og drekka vel af hon­um. Belg­ar fram­leiða vel yfir þúsund bjór­teg­und­ir og að meðaltali drekk­ur hver Belgi 84 lítra ár­lega. Eitt­hvað hef­ur þó dregið úr drykkj­unni því alda­móta­árið 1900 var meðaldrykkj­an 200 lítr­ar á mann.

Það er engu lík­ara en súkkulaðiiðnaður­inn í Belg­íu sé ígildi stóriðju. Finna má litl­ar og stór­ar súkkulaðibúðir í hverri götu í miðbæn­um. Fjöl­mörg af þekkt­ustu súkkulaðivörumerkj­um sem við þekkj­um hér á landi eru belg­ísk. Víðast má fá vandað súkkulaði, en eins og geng­ur má finna súkkulaði af ýms­um gæðaflokk­um. Fjöl­breytn­in er mik­il og súkkulaðilista­verk­in gleðja augu ferðamanna- og heima­manna. Það er auðvelt að láta freist­ast af góðu súkkulaði í borg­inni fal­legu.

Belgískar vöfflur eru sannkallað lostæri.
Belg­ísk­ar vöffl­ur eru sann­kallað lostæri.

Belg­ísk­ar vöffl­ur eru víðfræg­ar, þær er hægt að fá svo að segja á hverju götu­horni, í vöfflu­bíl­um og á flest­um kaffi­hús­um. Liè­ge-vöffl­urn­ar eru götu­vöffl­ur, kringl­ótt­ar, með syk­urperl­um inni í og syk­ur­húð á. Oft­ast eru þær óreglu­leg­ar í lag­inu. Brus­sel­vöffl­ur eru þunn­ar, létt­ar eins og bréf, ekki óreglu­leg­ar, með heitu, bræddu súkkulaði. Að flestra mati eru þær betri. Sitt hvor upp­skrift­in er notuð í þess­ar tvær vöfflu­upp­skrift­ir.

Kaffi­hús­in

Kaffi­húsa­flór­an er bæði fjöl­breytt og eft­ir­tekt­ar­verð. Þétt­set­in kaffi­hús eru um alla borg. Á Place Royale er mikið hljóðfæra­safn á mörg­um hæðum og kaffi­hús efst með fal­legu út­sýni yfir borg­ina, en nokk­ur glymj­andi er þar inni.

Nespresso Avenue Louise 1

Marg­ir þekkja sviss­neska Nespresso-kaffið. Á góðum stað í Brus­sel er stór Nespresso-búð á tveim­ur hæðum – fal­leg og smekk­lega hönnuð. Þó að hér sé ekki um hefðbundið kaffi­hús að ræða er vel þess virði að gera sér ferð í búðina til að sjá hönn­un­ina. Þar fást all­ar vöru­lín­ur Nespresso og hægt að bragða á þeim öll­um. Alltaf gam­an að hitta fólk sem er vel að sér í sínu fagi og er gott í að deila því með gest­um.

Café Belga Place Eugè­ne Flagey 18

Petrína Rós Karls­dótt­ir, leiðsögumaður, þýðandi og frönsku­kenn­ari, sett­ist á skóla­bekk í Brus­sel fyr­ir ekki svo löngu og naut belg­ískra kaffi- og veit­inga­húsa. Eitt af upp­á­halds kaffi­hús­um Petrínu Rós­ar í Brus­sel er Café Belga, sem hún seg­ir að sé mjög hipp og kúl kaffi­hús og veit­inga­hús í hinu mar­grómaða Ix­ell­es-hverfi borg­ar­inn­ar. „Þar er mjög gott úr­val af bjór og smá­rétt­um, frá­bær­ar sam­lok­ur og mjög góðar súp­ur í há­deg­inu. Skemmti­leg tónlist og starfs­fólkið er yf­ir­leitt ungt náms­fólk. Net­sam­bandið er mjög gott og gott úr­val er­lendra dag­blaða og tíma­rita. Á kvöld­in breyt­ist staður­inn í skemmti­stað með plötu­snúðum sem er vin­sæll hjá ungu fólki. Helg­ar­dög­urður­inn er al­gjört lostæti og á sann­gjörnu verði. Cafe Belga er í Art Deco-stíl og var gert upp fyr­ir nokkr­um árum enda er það til húsa í gamla út­varps­hús­inu þar sem ófá­ar upp­tök­ur á þekkt­um lista­mönn­um hafa farið fram, m.a. upp­tök­ur á tón­list­ar­atriðum í frönsku mynd­inni l'­Artiste sem hlaut Óskar­inn

Café de l'Opéra Rue des Princes 4

Place de La Monnaie er torgið fyr­ir fram­an óper­una. Þar er Café de l'Opéra með fjöl­breytt­um mat­seðli, góðum sam­lok­um, kræk­ling­um og frönsk­um, súp­um og und­ur­góðum vöffl­um. Fleira góðgæti má þar fá, eins og litla rétti sem eru sér­sniðnir fyr­ir þá sem eru á leið í óper­una. Staður­inn, sem er á tveim­ur hæðum, er í Art Deco-stíl. Meðal­ald­ur þjón­anna er frek­ar hár og þeir vita upp á hár hvað þeir eru að gera. Fyr­ir fram­an er stórt úti­svæði með borðum og stól­um. Þaðan er ljúft að fylgj­ast með líf­inu á torg­inu. Café de l'Opéra hef­ur lítið eða ekk­ert breyst síðan það var stofnað um 1900. Þá kom fólk og borðaði fyr­ir óperu­sýn­ing­ar og að lokn­um sýn­ing­um kom tón­listar­fólkið og þá var drukkið og borðað langt fram á morg­un.

Corica Rue du Marché aux Poulets 49

Lítið og smekk­legt kaffi­hús þar sem hægt er að fá mjög marg­ar kaffi­teg­und­ir. Bæði er hægt að taka með sér kaffi­baun­ir eða láta mala fyr­ir sig á staðnum og bragða á ólíku kaffi og upp­götva að ekki er sama kaffi og kaffi. Allt kaffi­á­huga­fólk mun gleyma sér í úr­val­inu, þarna má finna kaffi­baun­ir frá öll­um helstu kaffi­s­væðum heims­ins.

Luwak-kaffi á Corica er frá Indo­nes­íu, kopi er indó­nes­íska orðið fyr­ir kaffi. Luwak kaffið er ein­stak­lega gott en það er þó vinnsluaðferðin á baun­un­um sem vek­ur mikla at­hygli þótt sum­um þyki hún ekki lystauk­andi. Luwa-þef­kett­irn­ir finna og éta þroskaðar kaffi­baun­ir, þær fara heil­ar í gegn­um melt­ing­ar­veg­inn á þeim, að því búnu eru þær hreinsaðar og brennd­ar. Þetta er eitt dýr­asta kaffi í heimi.

Le Corrè­ge, Rue de Corrè­ge 90

„Af þeim veit­inga­stöðum sem ég hef virki­lega gam­an af að fara á vil ég nefna stað sem er hér í hverf­inu sem við búum í. Hann heit­ir Le Corrè­ge. Staðinn eiga og reka hjón­in Nancy og Phil­ip. Hann eld­ar og hún sér um allt annað. Það er alltaf tekið vel a móti gest­um, staður­inn hóg­vær og heim­il­is­leg­ur, Nancy létt í lund og freyðivínið flæðir.

Ólík­ir lista­menn fá að hengja mynd­irn­ar sín­ar a veggi staðar­ins þannig að alltaf er eitt­hvað nýtt að sjá. Staður­inn er í einu af mörg­um hús­um göt­unn­ar, íbúðir á efri hæðum, læt­ur lítið yfir sér og á heit­um dög­um eru nokk­ur borð sett út á gang­stétt,“ seg­ir Ástrós Gunn­ars­dótt­ir, dans­ari og pila­te­s­kenn­ari, sem hef­ur búið í Brus­sel í nokk­ur ár ásamt manni sín­um Þorf­inni Ómars­syni.

Ástrós mæl­ir með Gaspacho et se garnit­ure, Pastilla de Chèvre og Tartare de sau­mon au cori­andre fra­is. Fyr­ir þá sem borða fugla­kjöt er Cuis­se de can­ard con­fite, lentil­les à huile de truf­fe (anda­læri með linsu­baun­um í trufflu­oliu) ein­stak­lega gott hjá þeim.

Ef þau eiga ostr­ur eru þær alltaf af­bragð með cava-glasi en staður­inn býður alltaf gesti vel­komna með cava í boði húss­ins!

Verði er stillt í hóf, súpa á 5, sal­at á 15, fisk­ur og kjöt á 17-19. Eft­ir­rétt­ir eru einnig i lægri kant­in­um, 5-6.

Það er alltaf gam­an og gott að koma á Le Corrè­ge og það er nauðsyn­legt að panta borð því staður­inn er lít­ill, tek­ur u.þ.b. 30 manns í sæti.

Pat­rick Roger Chocolatier Place du Grand Sa­blon

„Kon­fekt­hús Pat­ricks Roger er æv­in­týra­legt að heim­sækja. Pat­rick er, auk þess að vera kon­fekt­gerðar­meist­ari, listamaður og vinn­ur skúlp­túra úr bronsi. Staðirn­ir hans eru hrein upp­lif­un, lista­verk úr bronsi eða súkkulaði skreyta veggi, borð og glugga inn­an um kon­fekt­mol­ana hans. Úrvalið af mol­um er dá­sam­lega fjöl­breytt og skemmti­legt og hrein­lega nauðsyn­legt að kaupa góða öskju til að taka með heim. Mæli svo sann­ar­lega með kon­fekt­hús­un­um hans,“ seg­ir Fríða Gylfa­dótt­ir, sem sett­ist á súkkulaðiskóla­bekk í Belg­íu síðasta sum­ar og opnaði í kjöl­farið súkkulaðikaffi­hús á Sigluf­irði.

Sjálf súkkulaðiverslunin er listaverk.
Sjálf súkkulaðiversl­un­in er lista­verk.

Ristor­an­te Bocconi Rue de I‘Amigo

Ármann Andri Ein­ars­son og Sig­ríður Sig­ur­jóns­dótt­ir hafa oft komið til Brus­sel, þau eru dug­leg að prófa nýja veit­ingastaði og eiga sér upp­á­haldsveit­inga­hús í mat­ar­borg­inni ljúfu, Ristor­an­te Boconi. „Í næstu götu við hið fræga Grand Place-torg er fal­in matarperla. Með sitt ít­alska og suðurevr­ópska ívaf stend­ur veit­ingastaður­inn Bocconi. Þar er þægi­legt and­rúms­loft, framúrsk­ar­andi þjón­usta og mat­ar­gæði sem gera Bocconi að ein­um af upp­á­halds­stöðum borg­ar­inn­ar,“ seg­ir Ármann og bæt­ir við að sé þess kost­ur sé upp­lagt að hafa meðferðis fær­an lista­mann sem spilað geti fagra tóna á flygil­inn við hót­el­bar­inn sem er í sama húsi yfir ein­um for­drykk eða svo. Ef slíkt er ill­mögu­legt er til­valið að byrja kvöldið til borðs á kampa­víni og ostr­um. Ostr­urn­ar eru í al­gjör­um sér­flokki. Mat­seðill­inn er ein­fald­ur en ríku­leg­ur – nú­tíma­leg­ur og klass­ísk­ur í bland. Þau mæla með því að tala við þjón­ana og óska eft­ir óvissu­ferð úr eld­hús­inu, sem að öll­um lík­ind­um mun skila sér í af­bragðs upp­lif­un­ar­ferðalagi um Ítal­íu og Suður-Evr­ópu.

Ama­deo Rue Sain­te-Cat­her­ine 28

„Þessi veit­ingastaður er einn af upp­á­halds veit­inga­stöðum í Brus­sel hjá okk­ur fjöl­skyld­unni,“ seg­ir Svan­hvít Val­geirs­dótt­ir, mynd­list­ar­kona og förðun­ar­meist­ari, sem hef­ur búið í Brus­sel í fimm ár ásamt eig­in­manni sín­um Peter Rittwe­ger. Daní­el son­ur þeirra upp­götvaði staðinn þegar hann var í há­skóla­námi í Belg­íu. Þangað fara marg­ir há­skóla­nem­ar og borða af því að hann er ódýr og hægt að borða nægju sína af bestu rifj­um í Evr­ópu. Til gam­ans má geta þess að Daní­el er að læra til kokks á Michel­in-veit­ingastað í Ham­borg.

mbl.is/​ama­deus
Tveggja lítra rauðvínsflaska stendur á hverju borði og er verðið …
Tveggja lítra rauðvíns­flaska stend­ur á hverju borði og er verðið miðað við ein­ing­arn­ar sem eru drukkn­ar úr flösk­unni. mbl.is/​ama­deus

Veit­ingastaður­inn Ama­deo er í St. Katelij­ne, sem er mjög miðsvæðis i Brus­sel. Staður­inn sjálf­ur er skemmti­lega inn­réttaður eins og bóka­safn að hluta til og að hluta til eru gaml­ar upp­runa­leg­ar inn­rétt­ing­ar sem minna á byrj­un síðustu ald­ar látn­ar njóta sín. Mín­us­inn við þenn­an stað er sal­ern­in, en mat­ur­inn er það góður að það er ekki hægt að láta það trufla sig. Svínarif með til­heyr­andi kost 17,95 evr­ur og fylg­ir með bökuð kart­afla með dá­sam­legu krydds­mjöri. Tveggja lítra rauðvíns­flaska stend­ur á hverju borði og er verðið miðað við ein­ing­arn­ar sem eru drukkn­ar úr flösk­unni. Svo lengi sem lyst­in leyf­ir er bætt rifj­um og kart­öfl­um á disk­inn. Staður­inn er opnaður klukk­an 18 og er best að vera kom­in þangað 10 mín­út­um áður til að fá borð. Þó er hægt að panta fyr­ir hópa.

Ann­ar staður sem Svan­hvít nefn­ir er Tram experience, sem hún ætl­ar að prófa á næst­unni. En þar erum við kom­in í dýr­ari veit­ing­arstað. Fimm stjörnu kokk­ar og sæl­kera­fæði. Ekið er í um tvo tíma um Brus­sel með spor­vagni sem er inn­réttaður fyr­ir veit­ingastað. Þetta þarf að panta með fyr­ir­vara, eins og á flest­um veit­inga­stöðum í Brus­sel. Í borg­inni fer fólk mikið út að borða. Belg­ar hitt­ast frek­ar með vin­um og vanda­mönn­um á veit­inga­stöðum held­ur en að bjóða heim. Fólk sem ætl­ar að ferðast til Brus­sel til að fara út að borða ætti að kynna sér veit­ingastaði og panta áður. Til gam­ans má geta þess, seg­ir Svan­hvít, að í Brus­sel er mik­ill hávaði á veit­inga­stöðum, þar sem fólk er að tala sam­an enn ligg­ur ekki í sím­un­um.

Það er ógleym­an­legt að dvelja í mat­ar­borg­inni Brus­sel og upp­lifa dá­semd­irn­ar sem borg­in hef­ur upp á að bjóða. Fjöl­margt fleira gott er í boði en það sem kem­ur fram hér að fram­an. Víst er að lokk­andi mat­arilm­inn legg­ur langt út fyr­ir miðborg­ina – hvert sem haldið er. 

Albert kíkti á matarmarkaði og drakk í sig matarmenninguna.
Al­bert kíkti á mat­ar­markaði og drakk í sig mat­ar­menn­ing­una.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert