Kitchen Aid kostar 21 þúsund í Costco

Hefðbundin Kitchen Aid-hrærivél kostar rúmar tuttugu þúsund krónur vestanhafs.
Hefðbundin Kitchen Aid-hrærivél kostar rúmar tuttugu þúsund krónur vestanhafs. Ljósmynd/KitchenAid

Það verður áhugavert að fylgjast með hver verðlagningin verður í Costco hér á landi miðað við það sem gerist í Bandaríkjunum. Mun Kitchen Aid kosta 21 þúsund krónur eins og hún gerir þar í landi eða mun verðið fjór- til fimmfaldast eins og virðist óhjákvæmilega gerast?

Aðrir hlutir komu okkur verulega á óvart þegar við skoðuðum úrvalið og eru þeir til samræmis við það sem fjallað var um í frétt mbl.is: Verslunarstjóri Costco deilir innkauparáðum.

Þessi tveggja kílóa poki af kínóa kostar rúmar þúsund krónur …
Þessi tveggja kílóa poki af kínóa kostar rúmar þúsund krónur í Costco í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Kirkland

Hér er yfirleitt verið að tala um stórar umbúðir eins og þennan poka af kínóa. Hann inniheldur rúm tvö kíló af lífrænu kínóa og kostar í Bandaríkjunum rétt rúmar þúsund krónur.

Þetta útigrillsett sem mætti eiginlega frekar kalla útieldhús kostar um …
Þetta útigrillsett sem mætti eiginlega frekar kalla útieldhús kostar um 230 þúsund íslenskar krónur í Costco. Ljósmynd/KitchenAid

Eins er boðið upp á alls kyns eldhúsdót eins og þetta myndarlega útigrillsett frá Kitchen Aid sem kostar um 230 þúsund krónur.

Hér er einungis brotabrot af því úrvali sem í boði er í versluninni en áhugavert verður að sjá hvert verðið verður hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert