Svona gerir þú heiðarlegan plokkfisk

Oddur starfar hjá Norðanfiski og hefur sýslað með fisk nánast …
Oddur starfar hjá Norðanfiski og hefur sýslað með fisk nánast allt sitt líf. fiskurimatinn.is

Matreiðslumaðurinn Oddur Smári Rafnsson starfar sem sölumaður hjá Norðanfiski. Hann hefur víðtæka reynslu úr veitingageiranum og hefur meðal annars starfað í Perlunni, hjá Skútunni í Hafnarfirði og hjá Fiskisögu. Hann starfaði einnig sem yfirmatreiðslumaður á Saffran og hannaði matseðil staðarins.

Oddur hefur unnið mikið í vöruþróun fyrir innflutningsfyrirtæki og fjölda veitingastaða á Íslandi. Honum finnst fátt skemmtilegra en að matreiða góðan mat og njóta hans með góðu fólki. Hér deilir hann skotheldri uppskrift að stálheiðarlegum plokkfiski – gamaldags og góðum.

Gamli góði plokkfiskurinn

  • 800 g þorskur/ýsa 
  • ½ laukur, skrældur og saxaður
  • ½ teningur kjúklingakraftur
  • 2 stk. lárviðarlauf
  • 50 g smjör
  • 300 g kartöflur, skrældar og skornar í teninga
  • ½ tsk. hvítur pipar
  • 1 tsk. salt
  • 3 msk. hveiti
  • 200 ml mjólk

Aðferð:

  1. Setjið fiskinn ásamt lauknum og lárviðarlaufunum í pott með köldu vatni og fáið upp suðu, takið síðan af hitanum og setjið til hliðar. Bræðið smjör og bætið hveitinu út í og hrærið vel saman. Hellið mjólkinni út í og setjið með 100 ml af vatninu sem fiskurinn stendur í.

  2. Bætið kjúklingakraftinum, saltinu og piparnum út í og fáið upp suðu eða þar til sósan er orðin vel þykk. Sigtið fiskinn (passa að hafa laukinn með) og bætið út í sósuna ásamt kartöflunum og blandið vel saman. Smakkið til með salti og pipar.

Uppskriftin er fengin frá: fiskurimatinn.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert