Ostakakan sem tryllir saumaklúbba

Ostakakan sem tryllir saumaklúbba landsins er án viðbætts sykurs og …
Ostakakan sem tryllir saumaklúbba landsins er án viðbætts sykurs og stútfull af gleði! mbl.is/TM

Þessi uppskrift er upphaflega úr bókinni minni Náttúrulega gott sem inniheldur uppskriftir að eftirréttum án viðbætts sykurs. Ég hef þó aðeins breytt henni eftir stærð veislu og set hana gjarnan í lítil mót fyrir bröns, afmælisboð eða garðveislur þar sem ég vil losna við kökudiska og geta bætt við fleiri smátertum eftir þörfum. Þessi útgáfa er einnig einstaklega fljótleg en ef þú ert ekki með stóra veislu dugar að helminga hana. Hindberja- og granateplabragðið er ómótstæðilegt og þessi eftirréttur slær alltaf í gegn. Í útgáfuboðinu mínu fóru vel á annað hundrað svona smátertur og uppskriftin hefur farið sem eldur í sinu um saumaklúbba landsins.

Hér er fyllingin notuð á kökubotn en í hann bætist …
Hér er fyllingin notuð á kökubotn en í hann bætist við smjör og ferskar dölur. mbl.is/Íris Ann

Í botninn þarftu 400 g af sykurlausu granóla
Ég geri mitt eigið granóla eftir uppskrift úr bókinni en annars má kaupa t.d. Paulúns með heslihnetum eða frá Food Doctor með fíkjum.

Hindberja- og granateplafylling:
500 gr. rjómaostur beint úr kæli
1 vel þroskaður banani
1 dl hindber – ef frosin látin þiðna
5 msk. sykurlaus hindberja- og granateplasulta (þessi franska í háu krukkunum – má líka nota bara sykurlausa hindberjasultu)
2 tsk. bláberja- eða acai-berjaduft ef vill. Duftið er fullt af andoxunarefnum og gerir tertuna fallegri á litinn. Duftið er gert úr frostþurrkuðum berjum og engu öðru. Ég nota það líka til að sáldra yfir tertuna svo hún verði fallegri eða til að fá fallegri lit og hræri því þá út í. Það fæst í Nettó.

Til að skreyta með
Granateplakjarnar 
Fersk ber 

Hrærið öllu vel saman í hrærivél uns fyllingin er orðin slétt.
Setjið granólað í botninn og væna skeið af fyllingu ofan á.
Skreytið með ferskum berjum og granateplakjörnum.

Hér er notað bláberjaduft til að skreyta tertuna og sumarblóm.
Hér er notað bláberjaduft til að skreyta tertuna og sumarblóm. mbl.is/Íris Ann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert