Kínverskt soðbrauð í Fógetagarðinum

Hrefna Rósa og meðeigandi hennar Guðlaugur Frímansson betur þekktur sem …
Hrefna Rósa og meðeigandi hennar Guðlaugur Frímansson betur þekktur sem Gulli fyrir framan fyrsta íslenska bílinn sem selur kínverskt soðbrauð. mbl.is/Árni Sæberg

Hrefna Rósa Sætran kokkur og einn af eigendum Skúla Craft Bar fjárfesti ásamt félögum sínum í matarvagni en slíkar gúmmelaðikerrur njóta mikilla vinsælda um þessar mundir.

„Það hefur verið undanfarin ár matarmarkaður í Fógetagarðinum en hann var blásinn af í ár og Reykjavíkurborg vildi gera fógetagarðinn að svona matarvagnatorgi. Þar sem fólk er endalaust að biðja okkur um mat á Skúla því það verður svangt þá ákváðum við bara að slá til, keyptum vagn fyrir mánuði síðan og unnum frekar hratt í þessu og opnuðum bara mjög óformlega á síðustu helgi,“ segir Hrefna Rósa en bílinn býður upp á Bao Bun sem eru kínversk soðbrauð.

„Við erum með fjórar fyllingar í augnablikinu. Pulled pork, nautakjöt, þorsk og sveppi. Svo er alltaf kimchi, súrar gúrkur, sriracha mæjónes, steiktur skarlottulaukur og kóríander með í soðbrauðinu. Svo eru djúpsteiktar sætar kartöfluvöfflur líka til sölu og auka kimchi og sriracha mæjó ef fólk vill það. Við ætlum að byrja bara með þetta og auka svo við smátt og smátt. Erum strax komin með margar góðar hugmyndir sem munu detta inn á næstu dögum. Það er gaman að reyna hafa þetta dálítið lifandi líka.“

Bílinn er sem áður segir staðsettur á Fógetatorginu. „Við erum við með leyfið okkar þar. Maður má sem sagt ekki planta sér bara einhverstaðar í Reykjavík heldur þarf að sækja um leyfi og þá má maður vera í vissum radíus þar. Svo þarf maður alltaf líka rafmagn. Við erum líka að fara til fyrirtækja og í partý og það er alveg í boði að leigja vagninn í partý og þannig. Svo munum við eitthvað kíkja út á land með hann.“

Aðspurð um matabílaæðið sem nú gengur yfir landið svara Hrefna: „þetta er mjög skemmtileg viðbót finnst mér við alla flottu veitingastaðina í bænum. Ætli það sé ekki útaf því að það er alveg erfitt að fá húsnæði í dag og leiga hefur hækkað svaðalega sem og laun og annar rekstarkostnaður. Það væri erfitt að ná upp í leigu í miðbænum og selja ódýran mat samhliða því. Svo þetta er góð lausn á því,“ segir Hrefna en salan hefur farið mjög vel af stað. „Við erum mjög ánægð með þessa byrjun. Búið að vera flott að gera og fólk mjög ánægt með þessa viðbót. Bjór og bun er alveg málið. Það er til dæmis mjög sniðugt að kíkja í hádegismat á torgið eða fá sér take away. Það er hægt að hringja á undan og panta til dæmis fyrir alla á skrifstofunni eða senda okkur skilaboð á Facebook.

Matarmarkaðurinn verður matarvagnatorg í Fógetagarðinum í sumar.
Matarmarkaðurinn verður matarvagnatorg í Fógetagarðinum í sumar. mbl.is/Árni Sæberg
Fógetagarðurinn lifnar við á sumrin.
Fógetagarðurinn lifnar við á sumrin. mbl.is/Árni Sæberg
Ferskt kóríander spilar stórt hlutverk.
Ferskt kóríander spilar stórt hlutverk. Árni mbl.is/Árni Sæberg
Kínverskt soðbrauð er selt í vagninum.
Kínverskt soðbrauð er selt í vagninum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert