Bjóða gestum að greiða þjórfé með korti

Bryggjan Brugghús er veitingahús á Grandagarði sem einnig bruggar sinn …
Bryggjan Brugghús er veitingahús á Grandagarði sem einnig bruggar sinn eigin bjór. mbl.is/Árni Sæberg

Að gefa þjór­fé  á veit­inga­hús­um hér­lend­is hef­ur ekki verið stór hluti af inn­komu starfs­fólk og  hef­ur yf­ir­leitt vera um und­an­tekn­ingu að ræða sé slíkt greitt. Elv­ar Ingimars­son, rekstr­ar­stjóri Bryggj­unn­ar Brugg­húss, seg­ir þó að ferðmenn biðji í aukn­um mæli um að fá að greiða þjór­fé með de­bet- eða greiðslu­korti. Bryggj­an Brugg­hús býður nú upp á þjór­fjár­greiðslu þegar greitt er með korti en þá spyr pos­inn ein­fald­lega viltu gefa þjór­fé? og því næst hve mikið.     

„Við lét­um setja þetta sér­stak­lega upp svo við erum vænt­an­lega þeir fyrstu til að bjóða upp á þenn­an mögu­leika,“ seg­ir Elv­ar.  „Þetta er aðallega gert fyr­ir Banda­ríkja­menn sem vilja ólm­ir borga þjór­fé með korti. Pen­ing­ur­inn sem safn­ast er svo sett­ur í starfs­manna­sjóð.“

Mat­ar­vefn­um barst ábend­ing frá ís­lensk­um viðskipta­vini sem var ósátt­ur við að fá þenn­an val­mögu­leika upp á pos­an­um þegar hann greiddi fyr­ir veit­ing­ar á Bryggj­unni. Elv­ar seg­ir að til standi að breyta still­ing­um á kerf­inu svo að val­mögu­leik­inn komi aðeins upp á er­lend­um kort­um enda sé þetta ekki hugsað fyr­ir inn­lenda viðskipta­vini. Hann seg­ir þjór­fjár-mögu­leik­ann vera já­kvæðan og al­menn ánægja sé með hann. „Okk­ar fólk er þá jafn­vel meira á tán­um. Þau eru ánægð með þetta og eru að safna fyr­ir ut­an­lands­ferð.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert