Bjóða gestum að greiða þjórfé með korti

Bryggjan Brugghús er veitingahús á Grandagarði sem einnig bruggar sinn …
Bryggjan Brugghús er veitingahús á Grandagarði sem einnig bruggar sinn eigin bjór. mbl.is/Árni Sæberg

Að gefa þjórfé  á veitingahúsum hérlendis hefur ekki verið stór hluti af innkomu starfsfólk og  hefur yfirleitt vera um undantekningu að ræða sé slíkt greitt. Elvar Ingimarsson, rekstrarstjóri Bryggjunnar Brugghúss, segir þó að ferðmenn biðji í auknum mæli um að fá að greiða þjórfé með debet- eða greiðslukorti. Bryggjan Brugghús býður nú upp á þjórfjárgreiðslu þegar greitt er með korti en þá spyr posinn einfaldlega viltu gefa þjórfé? og því næst hve mikið.     

„Við létum setja þetta sérstaklega upp svo við erum væntanlega þeir fyrstu til að bjóða upp á þennan möguleika,“ segir Elvar.  „Þetta er aðallega gert fyrir Bandaríkjamenn sem vilja ólmir borga þjórfé með korti. Peningurinn sem safnast er svo settur í starfsmannasjóð.“

Matarvefnum barst ábending frá íslenskum viðskiptavini sem var ósáttur við að fá þennan valmöguleika upp á posanum þegar hann greiddi fyrir veitingar á Bryggjunni. Elvar segir að til standi að breyta stillingum á kerfinu svo að valmöguleikinn komi aðeins upp á erlendum kortum enda sé þetta ekki hugsað fyrir innlenda viðskiptavini. Hann segir þjórfjár-möguleikann vera jákvæðan og almenn ánægja sé með hann. „Okkar fólk er þá jafnvel meira á tánum. Þau eru ánægð með þetta og eru að safna fyrir utanlandsferð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert