Fyrrum ritstjóri Gestgjafans fagnar lambahakki

Sirrý í Salt Eldhúsi fagnar lambahakkinu í Costco.
Sirrý í Salt Eldhúsi fagnar lambahakkinu í Costco. mbl.is/Óli Maggi

Sigríður Björk Bragadóttir fyrrum ritstjóri Gestgjafans og eigandi Salt eldhús er ákaflega sátt við kjötframboðið í Costco. Í færslu sem hún ritar á facebook segist hún ítrekað hafa reynt að nálgast lambahakk í verslunum án árangurs en nú loks sé það að finna í Costco. 

Bent er á í athugasemdum að lambahakk hafi verið hægt að versla í sérvöruverslunum líkt og Frú Laugu og Matarbúrinu Granda en Costco sé vissulega fyrsta stórverslunin sem bjóði upp á afurðina.

Læknirinn í eldhúsinu Ragnar Freyr Ingvason tekur í sama streng í athugasemd við færsluna. „Sammála þér - það þarf að endurhugsa hvernig lambið er skorið og selt til viðskiptavina.

Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og sjónvarpstjarna er á sama máli.„ Ég hef fengið lífrænt lambahakk í Frú Laugu en annars er ég alveg sammála!

Þekktir matgæðingar hampa kjötframboði Costco á facebook síðu Sigríðar.
Þekktir matgæðingar hampa kjötframboði Costco á facebook síðu Sigríðar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert