Guðbjörg Finnsdóttir er engri lík. Guðbjörg er einn vinsælasti þjálfari landsins og kenndi lengi vel í Hreyfingu en á nú og rekur vinsæla líkamsræktarstöð í Garðabæ sem nefnist G-Fit.
Ótrúlegt en satt fagnaði Guðbjörg fimmtugsafmæli sínu fyrir stuttu, í fantaformi eins og henni einni í lagi. Kviðvöðvar Guðbjargar hljóta að vera þeir mögnuðustu á landinu en það dugir ekki að æfa út í eitt heldur skiptir mataræðið einnig gríðarlegu máli. Við lágum því á línunni þar til Guðbjörg deildi með okkur uppáhaldsmorgunverði sínum og græddum um leið sultuuppskrift!
Heitur chia-hafragrautur með heimatilbúnu rifsberjahlaupi
3 msk. grófir lífrænir hafrar
1 msk. chia-fræ
250 ml möndlumjólk
Soðið í 4 mín.
Síðan er bætt út í grautinn og hrært vel:
1 tsk. sulta
1 tsk. kanill
1 dl bláber
Ofan á grautinn er sett:
1 tsk. mulin hörfræ
1 tsk. hampfræ
dass af kanill
kókosflögur
meiri bláber
Rífsberjahlaup
5 kg rifsber
200 ml vatn
Soðið í 15-20 mín. eftir að suðan kemur upp.
Sigta ca. 1,8 l safa, sett í pott ásamt 500 gr. af sultusykri.
Ég nota ca. 500 gr. af sykri á móti 1 lítra af safa í stað 1 kg eins og oft er notað.
Soðið í 5-7 mín. Sett í hreinar heitar krukkur og 1 tsk. af vínanda í hverja krukku til að auka geymsluþolið.