Skálar sem valda hjartsláttarflökti

Nordic Blush er sérdeilis fallegur.
Nordic Blush er sérdeilis fallegur. mbl.is/Rosti Mepal

Óttist eigi því hér er ekki um eiginlegar skaðræðisskálar að ræða heldur eru þær svo afskaplega fagrar og praktískar að sannir fagurkerar eiga það á hættu að fá einhvers konar hjartaflökt af hrifningu. Að því sögðu skulum við dást að skálunum sem fást hér á landi og hægt er að nálgast meðal annars í Fjarðarkaupum, Þorsteini Bergmann og Kaupfélagi Skagfirðinga.

Þær koma úr smiðju Rösti og litapallettan er sérdeilis vel heppnuð. Mildir pastellitir sem eru í bullandi takti við tíðarandann. Að auki eru þær fram úr hófi praktískar en þær þola frost, uppþvottavélar, örbylgjuofna og hita upp að 110 gráðum.

Munurinn á þessum skálum og mörgum öðrum er að þær eru svo fallegar að hægt er að gera eftirréttinn og frysta hann í skálinni og svo bera fram þegar að matarboðinu kemur. Þið skiljið hvert við erum að fara með þessu og við fögnum þessu innilega enda sjaldgæft (því miður) að fallegir hlutir séu jafnframt praktískir. Lokin eru 100% loftheld og í raun þarf lítið annað að segja um þessi sniðugheit.

Svarti liturinn hittir í mark.
Svarti liturinn hittir í mark. mbl.is/Rosti Mepal
Nordic Lime.
Nordic Lime. mbl.is/Rosti Mepal
Nordic White.
Nordic White. mbl.is/Rosti Mepal
Þessi litur heitir Nordic Blue.
Þessi litur heitir Nordic Blue. mbl.is/Rosti Mepal
Hér gefur að líta Nordic Green.
Hér gefur að líta Nordic Green. mbl.is/Rosti Mepal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert